- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
378

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

378

At-ferði.

inikill léttir og fróun fyrir almenning, þegar landið gekk
undir Xoregskonung, þá fékst friður i landinu og alþýðan
losnaði við verstu blóðsugurnar, sem á þeim héngu. í*að
voru engin undur þó Sturlungaöldin væri búin að taka
kjark úr mönnum og veikja mótstöðuaflið, svo hin miklu
harðindi á 14. og 15. öld, eldgosin og sóttirnar ætluðu
al-veg að gera út af við þjóðina. far við bættist að
Islend-ingar þá fyrir löngu voru orðnir einangraðir út úr
heimin-um og langt á eftir timanum i öllum verklegum efnum.

r

A söguöldinni og friðaröldinni bygðu þeir enn á gömlum
merg, á sterkri og staðgóðri menningu, sem þeir höfðu flutt
með sér til landsins og varðveitt þar og þroskað á sinn hátt.
En hinar miklu umbreytingar á félagsskipun og i
verkleg-um framförum, sem urðu á meginlandi Evrópu á 12. og 13.
öld náðu ekki til Islands og mjög litið til Noregs. Hinn
norræni þjóðflokkur hafði eigi tima til umbóta fyrir
sundur-fyndi og illdeilum, varð því aftur úr og lagðist í margra
alda svefn og ómensku, hætti að geta bjargað sér og
verzl-unin komst öll i hendur duglegri þjóða.

Hér er eigi rúm til að greina nákvæmlega frá árferði
ýmsra alda, vér munum aðeins nefna hin mestu harðindi
og góðæri þau, sem sérstaklega eru færð i frásögur. Frá
seinni öldum eru til miklar skýrslur um árferði og verða
þær þvi fyllri sem nær dregur vorum tima, en á seinni
hluta 19. aldar taka við reglulegar veðurathuganir
viðs-vegar um land.

Hin 14. öld byrjar með stórkostlegu Heklugosi og
eld-gos eru á þeirri öld mjög tið og afleiðingar þeirra hinar
skaðlegustu; Hekla gaus þrisvar á þeirri öld, þá voru
ægi-leg gos og jökulhlaup úr Öræfajökli og Kötlu, sem eyddu
blómlegar sveitir, sem aldrei hafa bygst aftur, þá gaus
Trölladyngja og ýms önnur eldfjöll á Reykjanesskaga og
eldur var þá’ uppi í Vatnajökli og víða á öræfum. Ofan á
þetta bættust svo hallæri og drepsóttir. Arið 1313 var svo
mikill frosta- og snjóavetur, að varla hafði slíkur komið,
þá »fraus fætur undan sauðum ok hrossum, þótt feitt væri
at holdum, varð ok fjárfellir svo mikill at margir urðu ör-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0390.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free