- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
382

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

382

At-ferði.

amaði þá margt að, harðindi og hjátrú, sóttir og verzlunar-

einokun. Eftir það batnaði veðráttufar þangað til 1615; þá

var isaár mikið, rak inn ís á þorra fyrir norðan land og

kringdi um land alt, isinn rak fyrir Reykjanesröst og inn i

Voga og fyrir öll Suðurnes og var þar seladráp á isi, og

t

varð ekki róið fyrir isum fyrir sunnan Skaga. A þessum

vetri er sagt að mest peningahrun hafi orðið um vanalegar

góðsveitir.1) Eftir það var alllangur kafii af góðum árum,

alt til 1625; er þess sérstaklega getið 1624 að vetur var af-

bragðsgóður frá jólum og gerði svo mikinn og fljótan gras-

vöxt, að sóleyjar voru vaxnar i Skagafirði i siðustu viku

vetrar og þá höfðu fuglar orpið og fundust nóg egg.2)

Veturinn 1625 var kallaður »svellavetiu:«; þá var mikill

fellir viðast um Island. »dó alt kvikfé manna sem ei hafði

hev; færleikar átu veggi og velli, hræ og hauga, stoðir og

stokka; kom is á góu og lá til alþingis. 1627 og 1628 voru

frost mikil, 1630 var kallaður »jökulvetur« og 1633 gerði

aftaka harðan vetur, sem kallaður var »hviti vetur« og

hrundu þá niður peningar manna um alt land, frá Borgar-

firði austur að Eangá féllu 1200 kýr; þó næstu vetrar væri

viðast allgóðir og hlutir miklir á Suðurlandi, þá féll þó fá-

tækt fólk viða af hungri, og varð viða úti; snauðir menn

sóttu helzt að sjónum og dóu þar hrönnum, i Grindavik

t

dóu 1634 40. en i Utskála- og Hvalsness-sóknum 200; þeir
er fyrir voru vanmegnuðust af átroðningi þeirra sem að
komu. Pá var mikil óöld af þjófnaði og siðleysi og komst
margt á ringulreið. Um miðbik aldarinnar var árferði
bæri-legt, þó var mjög hart 1648, þá var kallaður
>glerungs-vetur« eða »rolluvetur«; jarðbönn voru allan veturinn, svo
allur fénaður féll, sem eigi gat fengið hey og hús, í
út-sveitum var ekki alstaðar leystur snjór af túnum um mitt
sumar og mjólkurkúm varð allviða að gefa hey til alþingis
og sumstaðar lengur. Næsta ár var ágætt (1649), lá
löng-um alt sauðfé úti um veturinn og voru tekin fjallagrös á

») Ann. Björns á Skarðsá II, bls. 74. Árb. Esp. V. bls. 133.

2) Ann. Björns á Skarðsá II, bls. 114.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0394.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free