- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
385

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

#

Arferði.

385.

menn og búðamenn vestra og syðra úr sulti, en sveith’nar
útörmuðust ógurlega, þvi húsfyllir var á bæjum af farandi
mönnum hverja nótt, þar sem þeim varð nokkuð gefið.
Margt fólk dó niður sem fé eða hross i haga af hungri og
hor og var þá etið margt óætið, hrafnar og hrossakjöt, sem
þá þótti ódæði að eta, grútur, þang, fjörugrös, fiskhryggir,
þönglar og hey, yfir höfuð alt er tönn á festi. Pá gekk
hneppusótt, skyrbjúgur og blóðspýja, margir urðu
bráð-kvaddir, en sumir tyndu sér sjálfir. Stóð þetta hallæri
einnig hin fyrstu ár 18. aldar og var þjóðin þá mjög langt
leidd í öllum greinum og fátækt og volæði fram úr öllu
hófi hjá þeim sem af tórðu; þess er t. d. getið 1701 að í
Vestur-Skaftafellssýslu voru 460 niðursetningar á 246 býlum
og þó var sumstaðar verra; i Múlasýslu átu menn þang í
fjörum og prestur einn var fiuttur á vergang, af 240
vætt-um fiska, sem í Hegranessýslu áttu að gjaldast tii Hólastóls,
fengust að eins 4, og svona mætti telja ótal dæmi er sýna
eymdina.

Framan af 18. öld voru sömu harðærin sem áður eða
áframhald þeirra. Veturinn 1703 var víðast harður, en gekk
misjafnt yfir. Sjóarís lá á Hvammsfirði innarlega fram til
krossmessu og út til Skarðsstrandareyja, var riðið um vorið
þriðja dag páska á sævaris beint af augum frá Hrisum i
Helgafellssveit að Dagverðarnesi. Til djúpeyja á Breiðafirði,
t. d. i Bjarneyjum, sögðust menn þessi ár um páskaleyti sjá
hvitan freðinn sævarbotninn svo langt út sem niður sá.
Hin næstu ár var bærileg veðrátta, en svo dundi stórabóla
yfir landið 1707 og er mælt að þá hafi dáið 18 þúsundir
manna; var hin næstu ár mikil vandræði af vinnufólksleysi
svo margar jarðir og fiestar hjáleigur lögðust i eyði.
»Gift-ingar gengu þá i mesta máta um alt land og þá fóru að búa
húsgangskarlar og kerlingar, sem tekið höfðu mikla arfa
eftir ættfólk sitt, sem dáið hafði i bólunni«. Eftir þetta
var árferði oftast gott, stundum árgæska, um langt árabil,
þangað til dró fram undir miðja öldina, þá fór aftur mjög
að harðna. 1751 voru mikil harðindi í Þingeyjarsýslu og
Norðurmúlasýslu, flosnuðu þar margir upp og komust á

25

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0397.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free