- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
386

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

386

r

Arferði.

vergang, en sumstaðar dó fólk ur harðrétti. Prestur einn
úr Yopnafirði flakkaði þá um sveitir til beininga með
sóknar-börnum sinum. Pá voru isalög mikil á Breiðafirði, svo riðið
og runnið var um allar eyjar fyrir Helgafellssveit,
Skógar-strönd og Skarðströnd, um Breiðasund og yfir röstina milli
Rifgerðinga og Purkeyjar. 1752 voru mikil frost, svo
frost-sprungur fundust i grasdölum suður um sumarið eftir, 40
faðma langar eða meir með mörgum þversprungum.1) 1753
jukust harðindin til lands og sjóar og voru þá 24 bæir
komnir i eyði i Norður-Múlasýslu,2) en 1754 var veturinn
liinn harðasti einkum á Norðurlandi og var kallaður
»hregg-viður«. Mælt er að þá hafi fallið á Norðurlandi 4500 hross
og yfir 50 þúsundir fjár, þá var og kúpeningur skorinn
meira en dæmi voru til. A Hólum i Hjaltadal var nærri
hestlaust og nærri sauðlaust og þar eftir á mörgum
stór-býlum, sumstaðar kom engin jörð upp fyr en um sumarmál.
Næsta ár (1755) voru hafísar miklir og rak þá ekki burt
fyr en í öndverðum september. Hart var þá alstaðar með
bjargræði og margir flosnuðu upp og var mikil umferð af
flökkurum og þjófum. A Hólum var enginn skóli haldinn
eftir jól fyrir harðinda sakir. Harðindi þessi héldust frá
1752—58 og komu hafísar á hverju ári, er mælt að þá hafi
á þeim árum dáið úr harðrétti, hungursóttum og
landfar-sóttum 9700 manns. Eftir það kom kafii af góðum árum
og öðrum bærilegum og er sérstaklega getið mikillar
ár-gæzku 1760, 1762, 1763, og 1768, og yfirleitt var
veðráttu-far fremur gott fram að 1777, þó þjakaði ýmislegt að
mönnum, sérstaklega bólan og aðrar landfarsóttir og svo
fjárkláðinn fyrri (1761—1780). Á árunum 1778—81 var stirt
árferði og oft bjargræðisskortur, stundum fjárfellir og
sum-staðar dó fólk úr hor. Frá haustnóttum 1780 til fardaga
1781 dóu i Skálholtsstifti 926 fieiri en fæddust, en í
Hóla-stifti 63; 1781 féllu i Snæfellsnessýslu 260 kýr, 4355
sauð-fjár og 334 hestar. Svo kom steypirinn, móðuharðindin,

’) Ferðabók Eggerts og Bjarna, bls. 645.
s) Lögþingisbók 1753, nr. 18.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0398.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free