- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
392

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

392

At-ferði.

og daufum loftshreyfingum norðantil i
Atlantshafi.Yfir-leitt hefir hafisinn afarmikil áhrif á sævarhita, lofthita.
loft-þyngd, vinda, strauma o. fi. sem hér yrði oflangt að greina,
og verð eg i því efni að vísa til sérfræðisbóka.2)

Loftþyngdar- og veðrabreytingar i Atlantshafi hafa mikil
áhrif á loftslag Evrópu, einkum á vesturstrendur og
mið-hluta fastalandsins. Yindstefnur á Atlantshafi norðan til
stýrast aðallega af hástigi loftþyngdar við Azoreyjar og
lágmarki loftþyngdar við Island og hafa G. Rung og Y.
G-arde sérstaklega fengist við að rannsaka þessi
fyrir-brigði á svæðinu kringum Island og er í ritum þeirra3)
mikill fróðleikur um vinda við ísland á öllum mánuðum
ársins. Grundvöllurinn til þekkingar manna í þeim efnum
fékst i fyrstu af athugunum i Stykkishólmi. sem Arni
Thorlacius gerði fyrir veðurfræðisfélagið i Skotlandi, og
við rannsóknir og samanburð á þeim athugunum gat
Alex-ander Buchan i Edinburgh bent á sambandið milli
loft-hitans i Evrópu og lágmörk loftþyngdar við Island, það
sýndi sig að nákvæmt samband var á milli loftþyngdar i
Stykkishólmi og lofthita i Edinburgh.4) Síðan hefir þetta
nákvæmlega verið rannsakað og hefir Julius Hann i

*) R. Sieger: Der Temperaturgegensatz zwischen Europa und
Nordamerika und Eduard Briickners „nordatlantisches
Ausnahmege-biet". Meteorol. Zeitschr. 1892, bls. 61—63.

2) Um þetta alt er einna ítarlegast talað hjá Meinhardus 1. c. og
svo í ýmsum ritum er snerta strauma Atlantshafs og voru sum þeirra
áður nefnd í kafianum um sjóinn kringum Island.

3) G. Rung: Répartition de la pression atmosphérique sur l’ocean
atlantique septentrional. Copenhague 1894. V. Garde: Vindkort over
den nordligste Del af Atlanterhavet. (Nautisk-meteorologisk Aarbog
1899, Kbhavn 1900, bls. 25-46).

*) A. Buchan: On the cold weather of March 1867, as illustrating
the relatíon between Temperature and Pressure of the Atmosphere.
(Journal of the Scottish Meteorological Society, New Series, Vol. II,
bls. 66, ágúst 1867). Ymsar tleiri ritgjörðir um veðráttufar við ísland
eftir A. Buchan bygðar á hinum sömu athugunum eru nefndar í
Land-fræðissögu íslands IV, bls. 137—138.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0404.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free