- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
393

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Áríeröi.

393

Wien sérstaklega ritað um þetta efni. *) Menn liafa komist
að þeirri niðurstöðu, að lækkun loftþyngdariágmarksins við
tsland á vetrum leiðir af sér hækkun vetrarliitans i
norð-vesturhluta Evrópu og Miðevrópu, af þvi loftstraumar og
vindar sunnan af höfum eiga þá greiðari aðgang að
strönd-um Norðurálfu. Ef loftþ^mgd vetrar hækkar meira við
Is-land en vanalega gerist, leiðir af þvi að vindstaðan verður
yfirleitt norðlæg og vestræn og þvi kemur kaldara
veðr-áttufar á ströndum Evrópu. t^að sést líka að
úrkomuupp-hæðin á íslandi er svipuðum lögum undirorpin; þegar
úrkoma er mikil á íslandi, er hún litil i Evrópu og þvert

r

á móti. Ahrif loftþyngdarinnar eru mest á vetrum.
Loft-þrýstingssvæðin við Azoreyjar og Island hafa áhrif hvort á
annað á víxl. Pegar loftþrýsting er hærri hjá Azoreyjum
en vanalega, og um leið loftþrýstingin hjá íslandi er fyrir
neðan vanalegt meðalverð, sem oftast vill verða, þá vex
loftþrýstingshallinn á Atlantshafi, þvi meiri sem
mismunur-inn er; af þessu kemur stöðug lofthreyfing úr suðri norður
að Evrópuströndum, sem bætir veðráttufarið. Sé
mismun-urinn á stöðu loftþyngdarmæianna við ísland og Azoreyjar
litill, þá verða hinar suðrænu lofthreyfingar minni eða
hverfa, þær yfirvinnast af norðlægum og vestlægum
vind-um, sem bera kulda og hráslaga inn að ströndum
Norður-álfunnar. Það hjálpar Evrópu, að loftþrýstingarmunurinn
á þessum tveim svæðum er vanalega mestur i janúar, þegar
menn helst þarfnast hita, svo vetrar verða tiltölulega mildir,
en það gerir minna til, þó norðan- og vestankul blási upp

J) J. Hann: Die Anomalien der Witterung auf Isiand in dem
Zeitraume 1851 bis 1900 und deren Beziehungen zu den gleichzeitigen
Witterungsanomalien in Nordwesteuropa. (Sitzungsberichte d.
Aka-demie d. Wissenschaften in Wien, Math.-naturw. Klasse, Band 113,
Abteilung II a, Wien 1904, bls. 183-269). Um sama efni hefir
ný-lega ritað H. Hildebravd Hildebrandsson: Quelques recherches sur les
centres d’action de l’atmosphére. IV. Sur la compensation entre les
types des saisons simultanés en differentes régions de la terre.
(Kungl. Svenska Vetenskapsakademiens Handlingar, Band 45, No. 11.
Stockholm 1910. 4°; 22 bls. + 7 pl.).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0405.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free