- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
394

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

394

At-ferði.

að ströndimum á sumrin, það dregur þá aðeins úr mesta
hitanum og þvi er eyjaloftsbragur á veðráttufari
strand-lengjunnar. Pegar út af þessu bregður á vetrum, harðnar
árferðið í Evrópu. Til dæmis má taka, að i febrúarmánuði
1895 var loftþyngdin i Stykkishólmi að meðaltali 765,4, en
i Ponta Delgada á Azoreyjum 751.5, miklu minni á
Azoreyj-um en á Islandi, þ. e. þveröfugt við hið vanalega.
Afieið-ingin af þessu var sú, að meðalhiti i Grreenwich var 5°,8,
i Briissel 7°,5 og í Wien 5°,4 lægri en vanalegur
meðal-hiti. Þetta synir hvað afarmikla þýðingu
loftþyngdarbreyt-ingar á Atlantshafi hafa fyrir veðráttufar i Norðurálfu
heims.

XIII. Jurtaríki íslands og gróðrarfar.

Gróðurinn á íslandi er hvorki mikill né fjölskrúðugur,

þegar hann er borinn saman við gróður annara landa, sem

sunnar liggja. Nærri alstaðar ber mest á steinum og grjóti

á yfirborði; þeir hlutar landsins, sem huldir eru jarðvegs-

skán og þéttum gróðri, eru hverfandi litlir i samanburði

við auðnirnar, sem annaðhvort eru gróðurlitlar eða nærri

gróðurlausar; jurtirnar hafa þvi á Islandi litla þýðingu fvrir

alment yfirborðsútlit héraðanna, litur bergtegundanna ræð-

ur þar mestu; i suðlægum löndum, með nógum raka, er

græni liturinn alstaðar yfirgnæfandi. Alment séð svipar

jurtagróðri Islands mest til lieimskautslanda. Gisinn gróður

með svipuðu eðli, tekur nær yfir alt land, þar sem jurtir

geta vaxið, frá fjallatindum til fjörumáls; tilbreytingin á

gróðrarfari er lítil, tegundir fáar, en einstaklingar margir í

hópum og félögum og safnast sumstaðar, þar sem lífsskil-

t

yrðin eru hentug, í allstóra græna bletti. Island liggur
reyndar ekki fyrir norðan takmarkabauga trjágróðurs, en
skógar eru einsog kunnugt er nærri horfnir, og i þeim, sem

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0406.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free