- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
396

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

396

Jurtaríkið.

Tala þeirra tegunda sem á íslandi vaxa af hinum æðri
iiokkum, blómjurtum og byrkningum, er enn eigi fast
ákveð-in, en liklega eru tegundirnar nálægt hálfu fimta hundraði,
þegar alt er talið. Menn telja ýmislega til tegunda og
af-brigða, svo talan verður töluvert mismunandi hjá ýmsum
grasafræðingum og svo bætist smátt og smátt við eftir þvi
sem nánar er rannsakað.Til samanburðar má geta þess,
að nálægt 800 tegundum vaxa i Færeyjum,2) 386 tegundir
á Grænlandi,3) nálægt 1450 tegundum i Danmörku og 1500
tegundir i Noregi. Af heimskautsjurtum (circumpolar
teg-undum) telja menn 64 tegundir á Islandi, 96 á Grænlandi
og 36 i Færeyjum;4) af norðurjurtum, sem eru nokkurn
veginn jafnt dreifðar um belti fyrir sunnan heimskautsbaug
(subboreal- og subalpin tegundir) eru á Islandi 70 tegundir,
á Grænlandi 87, i Færeyjum 33. Þessar tegundir mætti

—186). Stefán Stefánssson: Fra tslands Yæxtrige I—III. (Vidensk.
Meddelelser fra Natuxh. Foren. i Kbhavn 1890, bls. 166-181; 1894, bls.
174-212; 1896, bls. 118—153). O. Gelert og C. Ostenfeld: Nogle Bidrag
til Islands Flora. (Botan. Tidsskrift XXI, 1898, bls. 339-348). Helgi
Jónsson: Bidrag til 0st-lslands Flora. (Bot. Tidsskr. XX, 1896, bls.
327—357). Helgi Jónsson: Floraen paa Snæfellsnes og Omegn. (Bot.
Tidsskr. XXII, 1899, bls. 169—207). Helgi Jónsson: Liste over
Kar-kryptogamer og Fanerogamer i Syd-Island. (Bot. Tidsskr. XXVII,
1905, bls. 62 — 82). Öll bin eldri rit eru talin í Landfræðissögu
Is-lands.

J) Cbr. Grönlund telur 1884 366 tegundir blómjurta og byrkninga
á íslandi (340 + 26), E. Rostrup 1887 409 tegundir (381 + 28), E.
War-ming 1888 417 tegundir (388 + 29), Stefán Stefánsson 1890 423 tegundir
(395 + 28), í Flóru íslands 359 tegundir, Helgi Jónsson 1896 435
teg-undir, en 1904 rúmar 360. Tegundatalan getur j.iví orðið æði
mis-munandi eftir því bvernig talið er.

2) H. C. Ostenfeld telur 1908 298 innlendar tegundir á Færeyjum.

3) E. Warming 1888; síðan hefir víst dálítið bæzt við. Á Jan
Mayn þekkjast ekki nema 39 tegundir. (C. Kruse).

4) E. Warming: Tabellarisk Oversigt over Grönlands, Islands og
Færöernes Flora. (Vidensk. Meddel., Naturh. Foren. for 1887, Kbhavn
1888). far er nákvæmur samanburður við ýms lönd og vísum vér
þangað til nánari athugunar. Talnahlutföll íslenzkra tegunda og ætta
tek eg líka þaðan, af því engin slík skýrsla hefir verið gjörð síðan.
Eðlilega yrði nokkur breyting á tölunum ef farið væri eftir allra
nýj-ustu athugunum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0408.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free