- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
397

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jurtaríkið.

397

kalla kuldaplöntur. Af jurtum úr tempraða .beltinu eru á
Islandi 151 tegundir, 82 á Grænlandi og 134 i Færej^jum.
Af plöntuættum eiga hálfgrasa- og grasaættirnar flestar
tegundir á Islandi, af hálfgrösum telur Warming 44
teg-undir, af grösum 40 tegundir. A þessum ættum er
vel-megun landsins bygð, öll skepnuhöld eru komin undir
graslendinu, töðunni og útheyinu. Par næst eru flestar
tegundir af körfublómaætt (25), nellikuætt (24),
krossblóma-ætt (22), sefætt (17), burknaætt (17), rósaætt (16), grimublóm
(13), ertublóm (12) o. s. frv.; af 20 ættum eru ekki nema ein
eða tvær tegundir til. Ymsir grasafræðingar telja nokkuð
mismunandi i ættir og skifta ættunum sundur á ýmsan
hátt.

Jurtagróðurinn er yfirleitt mjög tilbreytingarlitill i nor-

rænum löndum og heimskautalöndum og tegundirnar hafa

þvi meiri útbreiðslu sem norðar dregur, þvi lifsskilyrðin

eru þar svo lik um stór landaflæmi; gróðurinn i hverju

einstöku landi er þvi að litlu frábrugðinn gróðri annara

landa á svipuðu breiddarstigi og undir likum jafnhitalinum.

Af samanburði tegundanna sést að gróðurinn á Islandi á

kyn sitt að rekja til Norðurevrópu, en af því mikill fjöldi

tegunda er sameiginlegur fyrir öll heimskautslönd, þá vaxa

margar þær tegundir á Islandi, sem lika vaxa á Grænlandi,

á Spitzbergen, i Siberiu og i heimskautslöndum Ameriku.

t

Margar jurtategundir úr Norðurevrópu og Islandi vaxa
lika á Bretlandi, i Alpafjöllum og Pyreneafjöllum, þar sem
lifsskilyrðin eru svipuð og isöldin hefir gengið yfir. Af
jurtategundum, sem eru einkennilegar fyrir Ameriku, vaxa
ef til vill 2 eða 3 tegundir eða afbrigði á Islandi, en yfir
20 tegundir á Grænlandi; af því sést að Grænlandshaf
greinir Evrópugróður frá Amerikugróðri. Þess verður þó
að gæta, að allur heimskautsgróður er svo samkynja, að
ilt er að greina sundur sérstök svæði.

Pegar isöldin gekk yfir ísland og huldi það alt
saman-hangandi jökulbreiðu, hefir að öllum likindum allur
jurta-gróður, sem til var i landinu á tertiera timanum, dáið út

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0409.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free