- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
398

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

398

Jurtaríkið.

og horíið. Pó einstöku klettar eða nybbur á stöku stað
hafi staðið upp úr hjarninu, þá hefir þar ekki getað lifað
neinn gróður að mun, nema ef til vill hinar minstu
lág-plöntur, þarar, skófir og sveppar; varla eru líkindi til að
nokkur blómjurt af hinum eldri, tertíeru kynstofnum
jurta-lifsins hafi getað lifað isöldina og allur jurtagróður á
land-inu hefir því orðið að fiytjast inn frá öðrum löndum þegar
veðráttufarið fór að verða hagstæðara, svo jöklar tóku að
bráðna af landinu. Vel getur verið að jöklar á ísöldu hafi
með köflum minkað töluvert, svo allstór svæði urðu íslaus,
þá hefir eflaust nokkur aðfluttur kuldagróður smátt og smátt
farið að tímgast i landinu og þó kaldara hafi svo orðið i
bili, og jöklarnir hafi aftur gengið fram, þá hafa þó jafnan
einhverjar leifar af þeim isaldargróðri getað bjargast á
af-viknum stöðum og á klettanybbum, sem uppúr stóðu, en
einstaklingum fjölgaði, og þeir námu aftur nýtt land, þegar
jöklarnir fóru að minka.

Sumir grasafræðingar hafa hugsað sér, að þurt land —
iandbrú — hafi á isöidu og síðar tengt ísland við Skotland
og Grrænland, og svo hafi jurtategundir smátt og smátt
getað fikrað sig eftir þessum landabáik og sezt að á
auðn-unum, sem jöklarnir voru nýbúnir að yfirgefa.
Jarðfræðis-rannsóknir hafa sýnt (I, bls. 13), að slík landbrú hefir ekki
verið til á þeim tima, þó landið á miocene-tima væri
sam-tengt öðrum löndum. Ekkert er þvi heldur til fyrirstöðu,
að jurtategundir þær, sem nú eru á Tslandi, hafi getað
brúarlaust komist hingað til iands; menn hafa þess ótal
dæmi, að fræ geta flutzt yfir mikil höf á ýmsan hátt, með
straumum, vindum og fuglum, með hafis og rekavið og svo
á seinni timum með mönnum. Jarðvegshnausar berast oft
með hafis og á rekavið tollir oft mold, fræ og smákvikindi;
leðja tollir á fuglafótum og i henni eru oft fræ blómjurta
og gró lágplantna, sem þannig geta borist langa leið;
stund-um fara fræ ósködduð gegnum maga fugla og geymast
alllengi í sarpi þeirra; mörg iétt fræ geta haldist svifandi
i lofti langan tima og borist með vindi yfir mikil höf, sum

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0410.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free