- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
401

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jurtaríkið.

401

Austurlandi og á einum stað i Skaftafellssýslu. Hin fagra
klettafrú (Saxifraga cotyJedon) vex aðeins suðaustan á
land-inu, á svæðinu frá Fossi á Síðu austur að Eskifirði. Tvær
rósategundir (Rosa pimpincUifolia og B. canina) vaxa líka á
þessu svæði, hin fyrri hefir fundist á 3 stöðum, vestast við
Seljaland, austast við íteyðarfjörð, hin eingöngu við
Tvi-sker á Breiðamerkursandi; munkahetta (Lychnis flos cuculi),
sem vex á Suðurlandi frá Eyjafjöllum til Öræfa, hefir
held-ur ekki fundist i öðrum liéruðum.

r

A Suðurlandi eru og allmargar einkennilegar plöntur
og eru sumar aðeins fundnar þar, en af öðrum hafa
slæð-ingar fundist annarstaðar, þó tegundirnar séu
langalgeng-astar á Suðurlandi. Mjaðurt (ÍSpirœa ulmaria) er mjög
al-geng á suðurkjálka landsins frá Borgarfirði til Lónsheiðar,
sjaldgæf annarstaðar og ófundin á Austfjörðum. Blákolla
(Brunella vulgaris) er mjög algeng á Suðurlandi, en óalgeng
annarstaðar; marhálmur (Zostera marina) er algengur á
Suð-vesturlandi, en sjaldgæfur annarstaðar; selgresi (Plantago
lanceolata) er algengt á Suðurlandi, en hefir aðeins fundist
á fáeinum stöðum fyrir norðan, við laugar. Stúfa (Succisa
pratensis) má heita einkennileg fyrir Suðurland, vex þar
víða og er langalgengust i Yestur-Skaftafellssýslu austur að
Brunasandi; garðabrúða (Valeriana officinalis), hjálmgras
(Galeopsis Tetrahit), blóðkollur (Sangvisorba officinalis),
gilja-fiækja (Vicia sepium) vaxa i gras- og blómlendi á
Suður-og Suðvesturlandi, en ekki annarstaðar. Grullkollur
(An-thyllis vulneraria) er algengur á Suðvesturlandi, en hefir
hvergi fundist annarstaðar nema á einum stað á Austurlandi;
viðast vex jurt þessi á stangli, en stundum i afarmiklum
breiðum einsog i Selvogi, þar eru stór svæði heiðgul af
þessari plöntu.1) Strandbúi (Cakile maritima) með ilmandi
blómum er algengur á Suðvesturlandi og Vestfjörðum, en finst
ekki annarstaðar; i Trostansfirði vestra er öll fjaran þakin
strandbúa. Tvær tegundir af villiertum (Lathyrus paluster

í Njarðvík eystra getur Holgi Jónsson um stórar skellur af
gullkolli og bláklukku. (0st-lslands Yegetation, bls. 69).

26

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0413.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free