- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
403

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jurtaríkið. 415

415

vetri og stuttu og svölu sumri er óhentugt fyrir þroska
gróðursins. Loftslag á Islandi er þvi ekki vel fallið til
trjávaxtar og skóga, hér geta ekki vaxið aðrar tegundir af
trékendum plöntum en hinar allraþolnnstu. einsog reynir,
birki, viðir og einir, en stórir skógar af ýmsum hávöxnum
tegundum eru viða i miklu kaldari löndum með
fastalands-loftslagi, en þar er sumarhitinn meiri.

Einsog fyr hefir verið getið i veðráttukaflanum er
lofts-lag á íslandi nokkuð mismunandi i ýmsum héruðum. Yið
sjóarsiðuna á Yestur- og Suðurlandi eru veðráttubreytingar
tiðar á vetrum, frost og blotar skiftast á, svo oft eru mörg
veður sama dag; snjór er óstöðugur, helzt sjaldan lengi,
en uppi til sveita og á Norðurlandi liggur hann viða
stöð-ugt á jörðu svo mánuðum skiftir. Petta hefir mikil áhrif á
gróðrarfarið, snjórinn hlifir jarðvegi og vermir einsog
yfir-sæng og þegar hann þiðnar á vorin, spretta blómin i fullu
fjöri rétt undan skaflaröndunum, en þar sem bert er hefir
jurtagróðurinn enga hlif. Vorkuldar eru mjög skaðlegir fyrir
gróðurinn og þessvegna hefir hafisinn svo oft gert landinu
mikið tjón, þar sem hann liggur oft við á útkjálkum, er
jurtagróður allur kyrkingslegur, snælinan liggur lágt,
sum-arið er mjög stutt og hráslagalegt; þar er þ.vi oft
háfjalla-bragur á gróðrarfarinu.

Loftslag er á Islandi alstaðar fremur saggasamt, þó
töluverður mismunur sé á héruðum. Pað mætti því ætla,
að islenzkar jurtir þ^^rftu ekki að þola miklar þrautir af
vatnsleysi, en þó eru sumstaðar þurkar allmiklir, skaðlegir
fyrir gróðurinn, einkum á hálendinu. A stórum
landflæm-um er eyðimerkurbragur, vatnið hripar gegnum hin nýrri
hrauu, grágrýtishraunin, hið gljúpa móberg og roksandinn,
svo hinn litli gróður skrælnar af vatnsleysi og viða sést á
slíkum eyðimörkum varla stingandi strá. Þá hafa
storm-arnir mikil áhrif, þeir taka með sér allan vökva úr
gróðr-inum, svo hann getur ekki þriflst. Margar jurtir hafa
sér-staka liffærabyggingu til þess að geta staðist þurkinn og
haldið vætunni eftir þörfum. I norrænum löndum nærri
heimskautsbaugi bætist hitaleysi sumarsins að nokkru leyti

26*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0415.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free