- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
404

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

404

Jurtaríkið.

upp af dagslengdinni, sólin vermir jöröina dálitið nætur
sem daga og ljósið styður efnabreytingar jurtarinnar á
ýmsan hátt, margar plöntnr þurfa því styttri tima til
þrosk-unar, þegar þær vaxa i heimskautslöndum, heldur en sunnar;
hið stutta sumar eru lifsöflin starfandi nótt og dag.
Hvass-viðrin hafa mjög mikil áhrif á jurtagróðurinn áýmsanhátt:
þau bera sævarseltu inn y^fir strendurnar, sem sumar jurtir
ekki þola; vindarnir halda gróðrinum niðri, svo hann verður
kyrkingslegur og lúpulegur; jurtirnar verða oft að leggjast
niður og skriða með jörðu, fela sig bak við steina, eða
forða sér niður i sprungur og holur; sumar tegundir verða
að skapa sér sérstök liffæri tii þess að halda sér.
E,ok-viðrin á hálendinu með roksandi og grjótbyijum eyða
öii-um gróðri á stórum svæðum og rifa upp jarðveg í bygðum,
svo landið blæs upp þar sem hlifðarverðir jarðvegsins, iyng
og skógarkjarr, hafa verið rifnir burtu. Kaldir vornæðingar
og harðir stormar um snjólausa jörð eru sérstaklega
háska-legir fyrir jurtagróðurinn.

Fyrir piöntur i köldu löndunum er það mjög
þýðingar-mikið, að þær geti notað hinn stutta sumartima sem bezt
og unnið sem kappsamlegast að blómgun og fræþroskun;
þessvegna er mjög mikill hiuti tegundanna fjölærar plöntur,
sem geyma næringarforða i jarðsprotum, sem lifa i
jarðveg-inum á vetrum.1) Af 340 islenzkum jurtategundum telur
Chr. Grönlund 287 fjöiærar og aðeins 53 tegundir einærar
og tviærar.2) Allur þorri hinna upprunaiegu tegunda á
Is-landi mun vera fjölær, af hinum ein- og tviæru eru margar
eflaust aðfluttar. Hinar fjölæru tegundir eru betur settar
og aðlagaðar loftslagi, þær geta haldið áfram vexti sinum
alt árið; þó seint gangi á vetrum, þá eru vetrar á íslandi
viðast svo frostlinir, að lifsstörfin hætta aldrei fullkomlega.

H. J.: Bygging og líf plantna, bls. 34—45.

2) Chr. Grönluncl: Karakteristik af Plantevæxten paa Island 1884,
bls. 15—16. C. H. Ostenfeld: Plantevæxten paa Færöerne, Kbbavn 1906,
bls. 31, telur af 300 tegundum á Færeyjum 265 tegundir fjölærar, 35
einærar og tvíærar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0416.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free