- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
406

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

406

Jurtaríkið.

Jarðvegurinn hefir eðlilega mikla þýðingu fyrir
jnrta-gróðurinn, bæði efnasamsetning hans og eðlisástancl. Alt,
er snertir eðli jarðvegsins á Islandi, hefir enn litið verið
rannsakað, þó það hefði mikla praktiska þýðingu, ef slikar
rannsóknir kæmu til framkvæmda nokkuð viða á landinu,
svo samanburður fengist. Undirstaða jarðvegsins er
sundur-mulið og sundurleyst blágrýti og móberg, sem eru
aðal-bergtegundir landsins; sandur og leir hefir borist með ám
og jöklum niður á láglendið og safnast þar fyrir og ekki
mun vindurinn hafa haft minni þýðingu. Mjög mikill hluti
jarðvegs þess, sem er undirstaða gróðursins, er móbergsdust
og leirdust, sem fokið hefir niður á láglendi og myndað
þar þykk lög, sem viða hafa umbreyzt af áhrifum vatns.
Efnasamblöndun jarðvegsins1) stendur eðlilega i nánu
sam-bandi við samsetningu blágrýtisins og móbergsins og
yfir-leitt er jarðvegur á Islancli fátækur af kalki, og viða er
hann mjög járnblendinn. Af þvi rakinn er svo mikill á
Islandi bæði i iofti og jarðvegi og lofthiti lágur, svo
upp-gufun er litil, safnast og stöðvast mikil væta i jarðvegi, þar
sem afrensli ekki er nóg, og botnklakinn, sem sumstaðar
aldrei þiðnar, hjálpar til að halda hinni köldu vætu i
jarð-veginum. Af þessu leiðir ákaflega mikil mýra- og
mó-myndun; jurtaefnin leysast illa sundur og mýrajarðvegurinn
verður súr (húmussúr) og inniheldur oft mikið af skaðlegum
járnsamböndum. I sumum landshlutum (t. d. i
Skaftafells-sýslu), þar sem jöklagangur er mikill og elclgos tið, eru
mýra- og mómyndanir fágætar. Gróðrarmoldin er aðallega
mest i túnunum, en þó lika viða annarstaðar i móum og
harðvelli og i blettum innanum mýrajarðveg. Anamaðkar

’) Ásgeir Torfason hefir rannsakað efnasambönd og kornstærð
nokkurra jarðvegstegunda af Mýrum og Suðurlandsundirlendi, sem
dr. Helgi Jónsson hefir safnað, og vísa eg til ritgjörða þeirra um
gróðrar- og jarðvegsrannsóknir í Búnaðarriti XX (1906) og XXHI
(1909). P. B. Fejlberg lét einnig rannsaka ýxnsar jarðvegstegundir frá
Islandi, sjá ritgjörðir hans: „Et Besög paa Island", Kbhavn 1897, og
„Græsbrug paa Island", Kbhavn 1897. Sbr. Búnaðarrit XXII, 1908,
bls. 263.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0418.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free