- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
407

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Lífsskilyrði jurta.

407

eru algengir i túnum á íslancli og vinna hér sem
annar-staöar kappsamlega aö moldarmynduninni. Bakteríur og
annað smáverulif i jarðvegi, sem mikla þýðingu hefir, hefir
enn ekki verið rannsakað. Moldarþyktin er mjög
mismun-andi i túnum og viðast lítil, enn minni er moldin i móum
og úthögum og mjög leirblendin. Oskulög frá ýmsum
eld-gosum eru algeng i jarðvegi, og sumstaðar nærri stórum
eldfjöllum eru margar öskurákir hver yfir annari; oftast eru
öskulög þessi úr basaltvikri, en stundum er i þeim gulgrár
liparitvikur og er hann sumstaðar kallaður »senda«.
Klaka-lag í jarðvegi lielzt stundum nyrðra, vestra og eystra alt
sumarið og sumstaðar hverfur það ekki, þegar kalt er
ár-ferði, árum saman. Púfnamyndun i þurru graslendi stendur
eflaust i nánu sambandi við botnklakann, þúfur af sömu
gerð eru ekki til i öðrum löndum, nema þar sé klakalag í
jörðu. Jarðvegurinn er allur leirblandinn, þvi meir sem
nær dregur undirstöðunni, möl eða föstu bergi. A melum
sést hvernig leirinn springur i tígla af þurk og frosti, enda
er öll leirblandin jörð gegnumklofin af sprungunetum, þegar
að er gáð, og eins leirblandinn grassvörður. Pegar þiðnar
á vorin, kemst vatnið ekki burt fyrir botnklakanum, en
sogast af hárpipukrafti inn í plöntuleifar moldarjarðvegsins,
sem sýgur vatnið i sig einsog sveppur og bólgnar út á
köflum, sem jarðvegssprungurnar afskamta; i möskvunum
milli sprungnanna, sem oftast eru varla sjáanlegar, myndast
smákúpur af jarðvegi, sem stækka árlega, þvi vatnssogið
dregur lika með sér smáagnir af ieir og moldu þangað sem
tiltölulega er þurrast, þvi uppgufunin er mest á
þúfnakoll-unum. Hið mikla þýfi á islenzkum túnum, i graslendi og
móum hefir að öllum líkindum myndast á þenna eða
svip-aðan hátt; á harðvelli, þar sem möl er undir, er vanalega
litið um þúfur. Hreyfing efnisins innan i þúfunum og
upp-bólgnunin sést meðal annars á vikurlögum, sem eru bogin
upp á við eftir lögun þúfunnar. Margt af þvi sem er kallað
þúfur er þó af alt öðru tægi, í móum og hraunum eru
þúfu-hnúskarnir alloft ekki nema eðlilegar ójöfnur, grasvegur
hefir vaxið yfir steina og hnúða undirlagsins; i roksandi

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0419.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free