- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
408

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

408

Jurtaríkið.

myndast þúfur kringum marhálm, fjöruarfa og annan gróður.
Par sem grunnvatnið stendur mjög hátt i jarðvegi, virðast
þúfur ekki geta myndast; á mýrum á láglendi eru þúfurnar
vanalega litlar og munu oftast hafa myndast af
gróðrarlag-inu, af stararflækjum eða mosaþústum. Sumstaðar myndast
smáþúfur á holtum og harðvelli af jurtum, sem hafa
ein-kemiilegt vaxtarlag. svo þær verða að hnúðum, stundum af
miklum og stöðugum áburði á sama stað, svo grassvörður
eykst þar meira en alt i kring (fuglaþúfur, hundaþúfur).
Uppi á heiðum eru sumstaðar griðarstórar þúfur, sem eru
kallaðar »rústir« eða »dys«; þær eru þó vanalega ekki i
eiginlegum mýraflóum heldur utan við þá, þar sem þurrara
er, vex þá mýragróður i lautunum, en holta- og móagróður
uppi á þúfunum og utan’ i þeim. Púfnarústir þessar eru því
nokkurskonar votir móar eða flæðumóar. Nauðsyn væri á,
að ýmisleg þúfnamyndun væri nánar rannsökuð með
athug-unum og tilraunum.

Fjallagróöur. I fjallalöndum er útbreiðsla tegunda
oftast önnur á hálendi en á láglendi, þvi loftslagið er
annað og lifsskilyrðin yflrleitt þvi örðugri sem ofar dregur.
Margar tegundir, sem algengar eru á láglendi, geta ekki
þriflst á hálendi og sumar vaxa aðeins á fjallatindum, eða
uppi við jökulmörk. Mismunurinn á jurtafélögum hálendis
og láglendis er þvi rneiri sem nær dregur miðjarðarlínu og
takmörk gróðrarbeltanna eru líka vanalega glöggust i
lönd-um með fastalandsloftslagi, en óglögg i eyjalofti. I
heim-skautalöndum með eyjalofti er mjög litill munur á
fjalla-gróðri og láglendisgróðri og svo er einnig á Islandi. Pað
er þó ekki aðeins fetatalan yfir sjó, sem áhrif hefir á
út-breiðslu jurtagróðursins upp á við, heldur lika afstaða
jurt-anna til sólar og vinda, raka og snjóa. Mót sólu nær
blómlegur gróður viða miklu hærra upp í fjöll en undan
sólu; þar sém snjórinn hlifir mátulega lengi og þar sem hló
er fyrir hvassviðrum og sandroki er miklu gróðursælla, en
þar sem jörð er ber og barin af stormum og hríðum. I
Noregi skifta menn gróðri landsins i 5 belti, eikarbelti,
furubelti, birkibelti, viðisbelti og skófabelti. Hin tvö fyrstu

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0420.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free