- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
410

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

410

Jurtaríkið.

Pað raun vera, einsog nú gátum vér, tiltölulega mjög
fáar fjallaplöntur til á Tslandi, sem ekki eru lika til á
lág-lendi, að minsta kosti af þeim tegundum, sem töluverða
út-breiðslu hafa. Sumar sjaldgæfar jurtir hafa hvergi fundist
nema til fjalla, en ekki er loku fyrir skotið, að þær kunni
að finnast neðar. Jöklasóley (Ranunculus glacialis) er
frem-ur algeng, hún vex aðeins á fjöllum og mun hvergi vera
fundin fyrir neðan 1000 feta hæð, viða vex hún alveg upp
við jökulhvörf. Svipaða útbreiðslu hefir lika tröllagras
(Pe-dicularis flammea), sem þó ef til vill gengur lengra niður á
við sumstaðar; fjallasmári (Sibbaldia procumbens) og
fjanda-fæla (Gnaphalium supinum) eru háfjallaplöntur, en vaxa þó
lika sumstaðar i bygð, einkum á útkjálkum nyrðra. Af
öðrum algengum fjalllendisplöntum skal hér nefna þessar:
ljósalykkja (Carex rostrata), rjúpnastör (C. lagopina),
hrafna-stör (C. saxatilis), heiðastör (C. rigida), klófifa (Eriophorum
polystachium), fjallhæra (Luzula arcuata), geldingalauf (Salix
herbacea), ólafssúra (Oxyria digyna), fjallanóra (Álsine
bi-flora), melasól (Papaver nudicaule), vorblóm (Draba alpina
og P>. nivalis), skriðnablóm (Arabis álpina, A. petræa),
stein-brjótar (Saxifraga cœspitosa, S. oppositifolia, S. nivalis o. fl.),
fjalladúnjurt (Epilobium anagallidifolium), dýragras (Gentiana
nivalis), fjandafæla (Gnaphalium Norvegicum og G. supinum)
og margar fleiri tegundir, sem bæði vaxa á hálendi og
lág-lendi. Pá eru ymsar sjaldgæfar jurtir, sem eingöngu liafa
fundist til fjalla, t. d. dvergstör (Carex pedata), lotsveifgras
(Poa laxa), narvagras (Catabrosa algida), snækrækill (Sagina
nivalis), dvergsóley (Ranunculus pygmœus), fjallabrúða
(Dia-pensia lapponica), fjallabláklukka (Campanula uniflora), lójurt
(Antennaria alpina) og fjallajakobsfifill (Erigeron uniflorus).

r

A þvi sem þegar hefir verið sagt, er það augljóst, að
örðugt er að semja fullnægjandi lýsingu á
hálendisgróðrin-um á Islandi i einni heild. Gróðrarfarið er á hálendi mjög
breytilegt einsog i sveit, að minsta kosti neðan til og
plöntu-félögin eru ýmisleg eftir landslagi og kringumstæðum. Svo
eru hin neðri takmörk hins eiginlega fjallagróðurs mjög
mismunandi hátt í ýmsum héruðum, eftir hæð snælinunnar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0422.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free