- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
417

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Tún.

417

lítt ræktuÖ og í þeim stórir og smáir kaíiar af
óræktargrös-um, einkum móagrösum, mosa og þesskonar, ýms hálfgrös
vaxa þar sem rakara er. Helztu grastegundir ræktaðra
t.úna eru1): suarrótarpuntur (Aira cœspitosa), vallarsveifgras
(Poa pratensis), túnvingull og sauðvingull (Festuca rubra
og F. ovina), hásveifgras (Poa trivialis), hálingresi (Agrostis
vulgaris) o. fi. Auk þess eru vallarsúrur og kornsúrur mjög
algengar á túnum og sumstaðar smári og lokasjóður. Pá
má telja sóleyjar og fifla með aðalplöntum á flestum
tún-um, sumstaðar eru þau alveg gul af sóleyjum; allviða á
Norðurlatidi og Suðurlandi er skriðsóley (Banunculus repens)
algeng á túnum. Sumstaðar er i túnbörðum mikið af
þrenn-ingarfjólu (Viola tricolor) einkum i Eyjafirði og á sumum
Breiðafjarðareyjum; sumstaðar i Mvrdal vex allmikið af
blá-gresi (Geranium sylvaticum) i túnum. Eftir eðli og ástandi
túnanna, jarðvegi, raka og ræktun kemur sumstaðar mikið
fram af ýmsum öðrum plöntum; á harðvelli og i sendinni
jörð: gulmaðra (Galium verum), vallhumall (Achillea
mille-folium), skarififill (Leontodon autumnalis), geldingahnappar
(Armeria maritima) o. fl.; í rakri jörð hófblaðka (Caltha
pa-lustris), hrafnaklukka (Cardamine pratensis.) o. s. frv.

Kringum bæi og á hlaðvörpum er oftast sórstakur
gróður, þar vex vanalega mikið af varpakornpunti
(Gly-ceria distans), knjáliðagrasi (Alopecurus geniculatus),
sveif-grösum (Poa annua og P. trivialis), auk þess oddvari
(PoJy-gonum avicuiare), hjartarfi (CapselJa bursa pastoris), haugarfi
(StelJaria media), njóli eða heimula (Rumex domesticus) o. fl.
A hlaðvörpum og neðantil i veggjum er viða græn skán af
þörung einum (Prasiola crispa). Utan i bæjarveggjum og á
torfþökum vaxa oft sórstakar plöntur; á Suðurlandi er bald-

Pýðingarmiklum rannsóknum á efnasamsetningu islenzkra grasa
og jurta er lýst í ritgjörðum þessum: Stefán Stefánsson og H. G.
Söderbawn: Islándska foder- och betesviixter. (Meddelanden frán kgl.
Landbruks-Akademiens experimentalfált, nr. 74 og 83. Stockholm 1902,
1904). Stefán Stefánsson: Um íslenzkar fóður- og beitijurtir.
(Bún-aðarrit XVI, 1902, bls. 179-196; XVII, 1903, bls. 25-66; XXIV, 1910,
bls. 1-48). Sbr. P. B. Fejlberg: Græsbrug paa lsland. Kbh. 1897.

27

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0429.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free