- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
419

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Mýrar.

419

yfir stóreílis fiáka á íslandi bæði á láglendi og hálendi.
Grunnvatnið nær þar yfirborði. en nær vanalega ekki hærra.
Jarðvegurinn er seigur og samanhangandi, þvi rætur og
sprotar eru tvinnaðir saman i flækju. Hálfgrösin eru þar
ráðandi á yfirborði, en undirgróðurinn er vanalega mosi.
Aðalgróðurinn eru starartegundir, algengastar eru mýrastör
(Carex Goodenoughii) og gulstör (Carex cryptocarpa),
vetrar-kviði (C. chordorrlúza), blátoppastör (C. canescens), hengistör
(C. rariflora) og svo fífa. Engjarós (Comarum palustre) er
einnig mjög algeng i mýrum. Flóarnir eru náskyldir
mýrunum, afbrigði þeirra, nokkuð vatnsmeiri með keldum
og dýjum hér og hvar, jarðvegur oft fúinn og gróðurinn
gisnari en i mýrinni. Aðaltegundir eru vetrarkvíði, klófífa
og mýrafinnungur (Scirjms cœspitosus); auk þess tjarnastör
(Carex rostrata), hrafnastör (C. saxatilis) og ýmsar aðrar
star-artegundir, horblaðka (Menyaníhes trifoliata), fergin
(Equi-setum limosum), vatnsnál (Heleocliaris palustris) o. fl. Víða
er í flóum allmikið af Iyngi og fjallclrapa á þúfunum og má
skifta flóunum eftir gróðri i brokflóa og fífusund, stararflóa
og hrisflóa þegar mikið er af fjalldrapa. Fúaflóar taka yfir
mjög mikil svæði í Mýrasýslu, á Tvidægru og viða
annar-staðar bæði á láglendum og heiðum. Flæðiengi eru allvíða
við fljótamynni, t. d. við Hvítá í Borgarfirði, í Lóni og víðar.
Mór myndast viða í mýrum af rotnuðum jurtaleifum bæði
af hinum æðri jurtum og svo einkum af mosum.
Mómynd-anir Islands hafa enn ekki verið rannsakaðar,x) og mundi
slík rannsókn þó hafa mikla visindalega og praktiska
þýð-ingu. Um þykt og útbreiðslu mósins i ýmsum héruðum vita
menn svo sem ekki neitt, en víst er það að mórinn er víða
mjög þykkur, bæði á láglendi og til fjalla, í honum eru viða
miklir fauskar og allviða lög af eldfjallaösku.2)

’) Ásgeir Torfason: Skýrsla um rannsóknir á mó. (Búnaðarrit
20. árg., bls. 116—119). lJar er efnarannsókn á nokkrum sýnishornum
af íslenzkum mó.

2) Uni mómyndun í öðrum löndum sbr. Helgi Pjetursson: Mór og
kol. (Eimreiðin I. 1895, bls. 90-95).

27*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0431.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free