- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
421

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Strandagróður. Kvistlendi.

421

eins lungnajurt (Stenhammeria maritima); á
suðvesturströnd-ura og Yestfjörðum eru víða stórar breiður af strandbúa
(Galcile maritima). Fram með lágum ströndum, þar sem sjór
gengur á, t. d. i Mýrasýslu og við Hornafjörð, er fitjagróður
sérstakur i kraga með sjónum, hann er þéttur, en
einkenni-lega lágvaxinn og samsettur af fáum tegundum,
aðalteg-undin er fitjungur (Glyceria maritima), þess utan vex þar
allmikið af skriðlingresi (Agrostis alba) og nokkuð af
katt-artungum (Plantago maritima), stjörnuarfa (Stellaria
crassi-folia), vatnsnál (Heleocharis uniglumis) og strandsauðlauk
(Triglochin maritima)í klettum upp af sjó er mikið af
allskonar skófum og svo algengur klettagróður, burnirót,
hvannir o. 11.

Kvistlendi. Yiðigróður og lyngheiðar eru algengar viða
um land og taka yfir allstór svæði. Lyng vex viða neðan
i hliðum og sumstaðar á undirlendi, á neðri hluta hálendis
o. s. frv., einkum þó á gömlum hraunum. Lyngheiðin er
stundum slétt, en oftar þýfð. Aðaltegundirnar eru
kræki-berjalyng, bláberja- og aðalbláberjalyng, sortulyng og
beiti-lyng, innanum þennan gróður vex rjúpnalyng, fjalldrapi og
einir og stundum strjálar birki- og viðihrislur; þessar
teg-undir geta á köfium fengið yfirhönd. Sumstaðar eru i
lyng-heiðum stórar skellur af sauðamerg (Loiseleuria procumbens)
og til fjalla mosalyng (Cassiope hypnoides) og utan til við
Eyjafjörð er töluvert af bláklukkulyngi (PhylJodoce coerulea),
sem er mjög algengt á Grænlandi. A við og dreif innan
um lynggróðurinn vaxa ýmsar móa- og holtajurtir og sem
undirgróður ýmsar gras- og hálfgrasategundir, móasef
(Jun-cus trifidus), þursaskegg (Ehjna Bellardi) o. fl. Lyngheiðin
er oft undirgróður i birkiskógum. Smáar viðirtegundir vaxa
stundum á stórum svæðum helzt á sendinni jörð, t. d. á
Möðrudalsöræfum, Rangárvöllum, Skaftártunguheiðum og
mjög viða annarstaðar. Innan um þenna viðigróður er oft
lynggróður, móagróður og valllendisgrös af ýmsu tagi,
rais-munandi eftir hæðinni og afstöðu viðirsvæðisins til um-

J) Helgi Jónsson í Búnaðarriti 20. árg. 1906, bls. 150—151.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0433.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free