- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
422

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

422

Jurtaríkið.

hverfis. Sumstaðar er víðirinn því nær einvaldur, t. d. á
roksandsflákum i Pingeyjarsyslu, beggja megin við Jökulsá
(Fjallasveit, Mývatnsöræfi), þar er það einkum loðviðir
(Sa-lix lanata) sem þekur stór svæði og er hann ágæt
fóður-planta, er sleginn til skepnufóðurs og kallaður laufhey; á
sumum bæjum eru laufslægjur aðalslægjurnar. Viðirflákar
eru viða á útjöðrum hálendisins og eru mjög
þýðingar-miklir fyrir sumarbeit sauðfénaðar. Gráviðir (Salix glaucaj
er einnig mjög algengur i sliku kvistlendi og sumstaðar
allmikið af gulviðir (S. phyllicifoliaj, myndar hann
sumstað-ar viðikjarr innanum birkihris og líka sérstaklega; loðvíðir
getur einnig orðið allstór (4—5 fet) i kjörrum, en
gulviðir-inn er oft miklu hærri, einsog siðar mun getið.

r t

Skógar. A Islandi er mjög litið um trékendar plöntur

og engin skógartré nema birki og reynir; þá hafa ýmsar

víðitegundir mikla útbreiðslu, einsog nú var getið, og vaxa

sumar i allháum runnum, en aðrar eru dvergjurtir örsmáar.

sem liggja fast að jarðvegi einsog geldingalaufið eða gras-

víðirinn. Með smárunnum má ennfremur telja fjalldrapa,

eini, krækilyng, lyngættina og nokkrar aðrar tegundir.

Björk sú eða birki, sem á Islandi vex, heitir Betula odorata,

ilmbjörk, og eru allir skógar hér um bil eingöngu mynd-

aðir af þessari tegund; af ilmbjörk eru ýms afbrigði, sem

þó ekki eru mjög frábrugðin aðaltegundinni. Tegund þessi

er i Noregi kölluð fjallabjörk og nær um alt land, hæða-

takmörk hennar eru sunnan til 3600 fet, en norður i Finn-

mörku 1000—1500 fet; hún getur i Noregi sunnan til orðið
t

80 fet á hæð. A vesturströndu Grænlands eru líka dálitlir
birkiskógar norður undir 62° n. br.; en þeir eru enn
smá-vaxnari en á fslandi, hæstu tré 12—18 fet, skógarkjarr nær
þar ekki hærra en 2—300 fet yfir sjó. Fjalldrapinn (Betula
nana) er algengur um alt Island, það er liggjandi
smá-runnur, oftast í móum milli þúfna eða í mýrlendi, á stöku
stað myndar hann lágt kjarr. Fjalldrapinn er
heimskauts-og fjallaplanta; af birki og fjalldrapa eru til milliliðir og
bastarðar. Björkin æxlast með fræi og frjóöngum
(stofn-og rótaröngum) og verða fræin vanalega fullþroskuð i lok

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0434.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free