- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
423

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Rostungar.

423

septemberniánaöar eöa byrjun októbermánaðar í góðum
ár-um, en stundum þroskast þau ekki.

Birkiskógar og birkikjörr hafa á landnámstíð þakið
mikinn hluta láglendis og dala, en menn og skepnur hafa
eyðilagt skógana, svo nú eru aðeins eftir örlitlar leifar hór
og hvar og i sumum sýslum er allur skógur fyrir löngu
upprættur. Yiðast er skógurinn ekki nema kjarr fárra feta
hátt, allvíða eru þó hríslur mannhæðarháar (6—8 fet), en á
einstöku stöðum eru birkitré 15—25 feta há og sumstaðar

r

litið eitt hærri. Mesta hæð birkisins á Islandi mun nú vera
um 30 fet í Hallormstaðaskógi, en hærri tré hafa sennilega
verið til áður, liklega alt að 50 fetum, en varla hærri, eftir
hæð þeirri sem ilmbjörkin nær i þeim löndum, þar sem hún
hefir hagstæðust lífsskilyrði. Digurð birkitrjánna á Islandi
mun sjaldan vera meiri en 24—28 þumlungar, vanalega er
ummál þeirra miklu minna (12—16 þurnl.), þó það séu að
öðru leyti fagurlega þroskuð tré. Aldur hinna hæstu
skóg-artrjáa er eðlilega nokkuð mismunandi, en fá tré munu í
íslenzkum skógum vera eldri en 70—80 ára.
Lengdarvöxt-urinn á ári er mismunandi eftir árferði og
digurðarvöxtur-inn lika; i Fnjóskadalsskógi hefir lengdarvöxturinn verið
mældur 4x/s þuml. að meðaltali á ári. Lengdarvöxturinn
sýnist nokkuð jafn frá því tréð er 10 ára fram að 60—70
ára aldri, en úr því fer hann að minka.

Birkitré með beinum stofni eru fágæt, oftast eru
birki-skógarnir hér á landi kræklóttir og stofnarnir margskiftir,
i runnunum ganga margir bognir stofnar upp frá sömu rót.
Meginþorrinn af birkihríslunum í skógarkjarrinu er
kyrk-ingslegur, stundum með liggjandi greinum; runnarnir eru
þétt settir eða dreifðir og oft rjóður í skóginum ýmislega
löguð eða skóglausir blettir, stundum grasivaxnir, stundum
með lyngmóum eða þá grjóti og möl; jarðvegurinn er oft-

J) Siguröur Sigurösson: Skógarnir í Fnjóskadal. (Andvari 25. ár,
1900, bls. 164—168). Um gildleikavöxt og árhringi hefir Helgi Jónsson
ritað í Vegetationen i Syd-lsland. (Botanisk Tidsskrift 27. Bind, 1905,
bls. 51-53).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0435.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free