- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
426

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

426

Jurtaríkið.

fet, 1865 25 fet á hæð.1) Reyniviður hjá Möðrufelli var
áður frægur, 1836 voru þar tvær hrislur og var önnur 24
fet, hin 20 fet á hæð, þaðan var tekinn angi og gróður
settur i Skriðu,2) og reynihríslur á Akureyri voru lika
ættaðar þaðan. Fj’rrum var mikil helgi á reynivið þessum
og þjóðsögur um hann, mælt var meðal annars að Jón
biskup Arason hefði átt að sitja undir reynirnum, þegar
hann var smali i Grýtu 3) Hæsta reynitréð við Skriðu var
1890 20 feta hátt.4) A mörgum öðrum stöðum eru laglegar
reynihríslur, þó þær séu minni, t. d. i Slúttnesi i Mývatni;
þar voru 1882 12—14 feta háar hríslur, 12 þuml. að ummáli.
I Bæjarstaðaskógi eru lika fallegar hrislur 12—20 feta háar.
Ennfremur er reynir i Búðahrauni5) og viðar á stangli um
landið.

Gulviðirinn (Salix phyllicifólia) tekur sumstaðar all-

mikinn þátt i skógamyndun; á flatlendi, þar sem deigla er í

jörðu, verður viðirtegund þessi stærst, og myndar sumstaðar

víðirkjarr 6—8 feta hátt. I Slúttnesi i Mývatni er mikið

viðirkjarr, þar mældi eg 1882 eina gulviðishrislu, sem var

16 feta löng og 7—8 þuml. að ummáli, hún lá fiöt, gat eigi

haldið sér uppi, enda er viður þessi oft jarðlægur. I Yiði-

dal i Lóni var 1882 mikið viðikjarr og 2—3 álna háar

hrislur höfðu vaxið þar út úr 30 ára gömlum kofarústum;

t

seinna breyttist sá gróður, er bygð kom i dalinn. I
Bæjar-staðaskógi er lika allmikið viðikjarr 6—7 feta hátt,
undir-skógur innanum birkið. þá er gulviðirkjarr á Skaftafelli, i
Héraði, Hrafnkelsdal, Fnjóskadal, Kaldalóni og viðar.

E. Robert: Observations sur la vegetation en Islande.
(Miné-ralogie et Géologie, Paris 1840, bls. 337-370). C. W. Paijkull: En
Sommer i Island. Kbh. 1867, bls. 245.

l) Landfræðissaga IV, bls. 8. E. Robert s. st.

3) Hríslur þessar eru e^-ðilagðar fyrir lungu, bóndi smíðaði úr
þeim klifbera. (Sæmundur Eyjólfsson í Isafold XX, 1893, bls. 65).
Kvæði um Reynirinn hjú Möðrufelli er prentað í Nýjum Fjelagsritum

VII, 1847, bls. 196- 200.

*) Stefán Stefánsson í Vidensk. Meddel. fra naturh. Foren. 1890,
bls. 172-173.

5) Helgi Jónsson: Floraen paa Snæfellsnes og Omegn. (Botau.
Tidskrift XXII, 1899, bls. 197).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0438.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free