- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
428

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

428

Jurtaríkið.

npp fyrir 5—600 fet, víðast er skógarkjarrið þar miklu
neðar. Upp af Faxafióa ganga skógarnir heidur ekki hátt:
Skorradalsskógur mun vera 2—400 fet yfir sjó,
Svinadals-skógar 200—550 og Botnsskógur viðlíka hátt, i
Hvitár-dalnum ná skógar liklega 5—600 fet yfir sævarmál. A
Austfjörðum er nú litið um skóga og ná þeir liklega ekki
hærra upp eftir en á Vestfjörðum. nyrzti hluti Austfjarða
hefir liklega verið skóglaus vegna sævarnepju og kulda, sem
stafar af hafstraumum, einsog fyr hefir verið lýst. Islenzku
skógarnir draga sig eftir mátulega heitu fastaiandsloftslagi,
en er illa við sævarseltu og hafvinda, komast þvi hæst upp
i hliðarnar um miðbik landsins, þar sem snælinan líka
liggur hæst.

Reykjanesskagi er alveg skóglaus og þar hefur líklega
heldur ekki verið mikiil gróður á landnámstið og varla heldur
á Innnesjum, að minnsta kosti þótti Karla, húskarli Ingólfs
Arnarsonar, þar úvistiegt: »til ills fórum vér um góð héruð
er vér skulum byggja útnes þetta« sagði hann, hvarf með
ambátt eina og settist að við Pingvallavatn.1) Ofan tii við
Suðurlandsundirlendið eru enn allvíðáttumiklir skógar, þó
viðast lágir kjarrskógar. I Pingvallasveit eru skógar á
hraununum milli Aimannagjár og Hrafnagjár upp undir
Ar-mannsfell, en mjög gisnir nema á blettum; i brekkunum
vestan við Hrafnagjá er skógurinn einna þéttastur, 4—6 fet
á hæð og hæstu hríslur 10 fet. I Grafningi eru skógar hjá
Nesjavöllum og viðar, i Grimsnesi er skógarkjarr fram með
Soginu, mest i tanganum við Hvitá. ILaugardal og þar
i nánd eru mestir skógar á Suðurlandi og heita hin ýmsu
skógarsvæði eftir bæjunum. Einna mestur og blómlegastur
er skógurinn frá Laugardalshólum inn fyrir Efstadal og eru
margar hríslur þar 10—12 feta háar. Skógar þessir eru
utan i hliðunum og undir þeim, halda áfram austur fyrir
Brúará og er óslitinn skógarfláki úr Laugardal að
Austur-hlíð og svo i hliðum og hrauni langt upp eftir beggja
megin við Brúará, alt upp að Högnhöfða; skógarsvæði þetta

’) Landnáma, Rvík 1891, bls. 34.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0440.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free