- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
429

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Rostungar.

429

er þarmig 3^3 milu á lengd og —2/3 mílu á breidd yzt
i Uthliðarhrauni, en viðast miklu mjórra. Petta mun vera
hinn viðáttumesti skógur á Islandi, en fremur er hann
smávaxinn víðast. Hjá Haukadal i Biskupstungum eru
skógarleifar nokkrar i hlíðum Bjarnarfells, frá Neðradal
upp i Haukadalsheiði. Pá er skógarkjarr hjá Fellsfjalli við
Tungufljót og fram með Hvítá fyrir neðan Brúarhlöð.
Haukholtsey i Hvitá er girt móbergshömrum á alla vegu.
hún er skógivaxin hið efra og birkitrén hæstu 7—8 álnir
og stofnarnir 5—6 þuml. að þvermáli.1) Pá er skógur i
hvömmum nærri Gullfossi með allháum hrislum. Hjá
Tungu-felli eru töluverðir skógar og austur undir Þjórsá eru
skóg-ar allmiklir hjá Asólfsstöðum og Skriðufelli; i Yatnsási
við Þjórsá kvað skógur þessi vera einna hæstur, hrislurnar
10—12 fet á hæð.2) Pá er ennfremur skógur sunnan og
vestan i Búrfelli og nær niður undir Þjórsá og mikil sprek
af uppblásnum skógi eru við Bauðá í Þjórsárdal og hafa
þar eflaust verið miklir skógar til forna.

I Rangárvallasýslu er nú orðið litið um skóga. Fram
með ytri Rangá og nærri henni eru þó allviða laglegir
skóg-arkaflar, sem fyrrum eflaust hafa verið miklu meiri og
hærri, það bera nöfnin með sér, Markhliðar, Myrkviður o. fl.
Allmikill skógur er i Pórsmörk, norðan og austan við
Eyja-fjallajökul, i dalskorum, sem ganga frá jökli niður undir
Markarfljót; þar er fagurt landslag og fellótt, grasivaxnir
dalir og lautir; fellin, hliðarnar og láglendin eru viða skógi
vaxin og gras á milli, en viða er þar lika uppblásið og
miklu minni skógar en áður, enda hefir margt fé verið
látið ganga þar sjálfala vetur og sumar.3) Mikill skógur
hefir viða eyðst i Rangárvallasýslu og hafa af heimskulegu
skógarrifi miklar skemdir orðið, sandfok og uppblástur
sér-staklega i Landsveit.

») Andvari XV, 1889. bls. 78.

t t

2) Um skóga í Arnessvslu eftir Einar Hclgason i Búnaðarriti X\ .
1901. bls. 70-76. C. E. Flensborg í Búnaðarriti XVI, 1902, bls. 201—202.

3) Um fórsmörk: Árbók fornleifafélagsins 1892, bls. 38-40; 1894.
bls. 21—24.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0441.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free