- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
430

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

430

Jurtaríkið.

í Skaftafellssýslum eru skógar fáir og mjög dreifðir.

t

A heiðunum vestur af Skaftártungu eru töluverðir
kjarr-skógar1) og sumstaðar á hraunum norður af Alftaveri, lika
er lágvaxið skógarkjarr sunnan i Hafursey á Mýrdalssandi.
Frægastir eru Núpsstaðaskógar, þeir eru i hrikalegum
gljúfradal, sem Núpsá rennur eftir niður á Skeiðarársand.
Hliðarnar skerast allar sundur af gljúfrum og giljum beggja
megin og eru fjöll og hamrar gróðurlausir, nema neðst i
gljúfrinu, þar ganga skógi og grasi vaxnar torfur i geirum
upp frá ánni 1—200 fet upp í hliðarnar; skógurinn er ekki
samanhangandi, en í smáum dökkgrænum blettum og
skell-um milli þvergljúfranna. í gljúfrinu er eflaust mikill
sum-arhiti og þessvegna getur skógurinn þróast þar, þó eintóm
gróðurlaus, há og hrikaleg fjöll séu i kring, en mjög er þar
snjóþungt á vetrum. Hvergi ná jöklar að skóginum, þó
þeir séu á þrjá vegu, er langt til þeirra og viðáttumikil
fjöll á milli; skógurinn er víðasthvar smávaxið kjarr og
stórar hrislur fáar. Fyrrum hafa skógabrekkur verið niður
með Lómagnúpi og jafnvel fyrir vestan hann, en nú er alt
það eytt fyrir löngu, er næst var bygðinni. Núpsstaðaskógur
er orðinn frægur fyrir villiféð, sem þar er, og hafa margar
sögur gengið um það ; nú eru þar ekki nema fáar kindur,
en hafa verið miklu fleiri áður.2)

Rétt við Skeiðarársand eru i Oræfum allmiklar
skógar-leifar ofan til i hliðum upp af sandinum. Hjá Skaftafelli
er viðáttumikið skógarkjarr i bröttum hliðum fram með
Morsá milli gilja, 3—400 fet upp eftir fjallinu, og er þar
innanum birkikjarrið allmikið af víði. Fyrir neðan bæinn
i Skaftafelli eru fagrar skógarbrekkur og tvö gil með fossum
og háum skógi fyrir neðan bæina; þar skiftast á klettar og
gljúfur, valllendisbrekkur, fossar og laufmikil tré. I nyrðra
gilinu eru trén stærst og fegurst, birkihrisla, sem þar stóð
fram á snös,’ var 1894 21 fet á hæð, en ofar við gilið
reyni-tré 30 feta hátt; mörg önnur há birki- og reynitré eru þar

») Andvari XIX, 1894, bls. 153.
’) Andvari XIX, 1894, bls. 147-149.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0442.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free