- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
431

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Rostungar.

481

í giljuimm, þó þau séu ekki eins stórvaxin einsog þessi.
Vestan við Morsá, i hlíðunum undir Jökulfelli, er mikill og
fagur skógur, sem heitir Bæjarstaðarskógur. Skógur
þessi stendur á stórum jarðvegstorfum undir hliðinni og eru
moldarrof i kring, berar fjallshliðar og grjótskriður; skógur
þessi er einn hinn fegursti og blómlegasti á Islandi; hann
er mjög þéttur, svo viða er ilt að komast gegnum hann,
og allur jafnhávaxinn, unglegur og gróðrarmagnið mikið.
Hvergi er skógur þessi svo lágur, að hann ekki taki vfir
höfuð þeim, sem um hann ganga, að meðaltali mun hæð
trjánna vera 10—12 fet, mörg eru 14—16 fet og fáein 17—
18 fet, öll eru trén þráðbein og vel vaxin; nokkrar
reyni-hrislur, 12—14 feta háar, eru dreifðar um skóginn og
sum-staðar eru gulviðirhrislur innanum, undirskógur af viði
5—7 feta háum.1) Fyrir austan Oræfi eru i
Austur-Skafta-fellssýslu nær engir skógar, þó má þess geta, að dálitið kjarr
er undir Steinafjalli og Staðarfjalli i Suðursveit.

A Austfjörðum er yfirleitt lítið um skóga, vottur af
skógaleifum er þó i vmsum dala- og fjarðabotnum (t. d. i
Hofsdal í Alftafirði, i Loðmundarfirði og viðar), en alstaðar
er kjarr þetta lágvaxið. Einna mestir skógar eru i Lóni,
þar er birki- og víðikjarr i fiestum smádalabotnum, en
miklir skógar hafa verið eyddir þar áður, þess sjást viða
menjar; hríslur á stangli eru þar hér og hvar langt uppi i
landi, þar sem skógur annars er horfinn; framan i
Kollu-múla við Jökulsá er allmikill skógur, 10—1400 fet yfir
sævarmáli. Langmestir eru skógarnir á Fljótsdalshéraði og
hafa þó áður verið miklu meiri. Mikill hluti Héraðs var
skógi vaxinn fram á miðja 18. öld.2) en í fornöld hefir það
liklega alt verið þakið stórvöxnum skógum og líka næstu
dalir.

’) Nánar um skógana í Jökulfelli og Skaftafelli sjá í’. Th. í
And-vara XX, 1895, bls. 50-52 og Geogr. Tidsskr. XIII, bls. 16. H. J. í
Botan. Tidsskr. XXVII, 1905, bls. 45-51.

2) Siguröur Gunnarsson: Skógur á Austurlandi milli
Smjörvatns-heiðar og Lónsheiðar frá 1755 til 1870. (Norðanfari XI, 1872, bls.
63-64.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0443.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free