- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
435

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Skógar.

435

upp að greinum;1) þetta eru þó sennilega aðeins
munn-mæli. A Hálsi var fyrrum mjög mikill skógur, en var mjög
skemdur á 18. öld, svo land hefir blásið þar upp á stórum
svæðum. Vaglaskógur hefir og sætt illri meðferð, en
Pórð-arstaðaskógi hefir verið hlift og vel með hann farið á seinni
timum. í Hálsskógi eru trén æði víða 16—18 feta há og
einstaka tré 20—24 fet, meðalhæð mun vera 10—12 fet;
mestur hluti skógsins hefir þó runnlögun, margir og bognir
stofnar frá sömu rót. I Vaglaskógi er meðalhæð hrislanna
6 fet, hærri tré 10—16 fet; skógurinn hjá Lundi er lágur
og kræklóttur, en Pórðarstaðaskógur er blómlegur og
há-vaxinn, trén víða 10—12 fet á hæð og þar eru allmörg
birkitré með einum stofni 20—24 feta há, en hæsta tréð er
nærri 27 fet, en þvermál þess við rótina 12 þuml. Tuttugu
þumlunga fyrir ofan jörðu greinist hríslan i tvo aðalboli
og er þvermál hvors þeirra 8 og 9 þuml. Hrisla þessi kvað
vera 80 ára gömul.2)

A Norðurlandi, frá Eyjafirði til Hrútafjarðar, eru nú allir
skógar eyðilagðir; i þeim héruðum sjást aðeins einstöku
birkihríslur i klettum og gljúfrum á fáum stöðum, þar sem
hvorki menn né skepnur hafa getað grandað. Mikill hluti
þessara héraða hefir þó áður verið skógivaxinn og nokkrar
skógarleifar héldust sumstaðar fram yfir aldamót 18. og 19.
aldar.

Sunnan og vestan á Vestfjörðum er allvíða skógarkjarr
inni i dala- og fjarðabotnum, en alstaðar minkar það og
hverfur þegar dregur út til fjarða og hafs; hvergi eru þar
stórvaxnir skógar og óvíða munu kjörrin ná hærra en 4—
500 fet yfir sævarmál. Mestar eru skógarleifarnar í
Barða-strandarsýslu og gengur birkið þar hærra upp eftir hliðum
mót sólu en annarstaðar á Vestfjörðum. I dölum, sem ganga

E. Ó.: Ferðabók, bls. 734.

2) Sigurður Sigurösson: Skógarnir í Fnjóskadal. (Andvari XXV,
1900, bls. 144—175). Sæmundur Eyjólfsson: Ferð um fingej’jarsýslu
og Fljótsdalshérað. (Búnaðarrit VIII, bls. 51-61). C. E. Flei.sborg:
Búnaðarrit XVI, bls 202—206. Brynjólfur Jónsson: Skemdir á,
skóg-um í Fnjóskadal. (Búnaðarrit XX, 1906, bls. 285—287).

28*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0447.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free