- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
438

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

488

Jurtaríkið.

hraun og uppblásnir melar og yrði það oflangt mál að
greina heimildir á þessum stað.

skógartrén á Islandi i fornöld kunni sumstaðar að
hafa verið nokkuð stærri en þau tré, sem nú eru stærst á
Islandi, þá hefir það aldrei munað miklu. Eftir isöldu hafa
hér á landi aðems vaxið birkiskógar, i lægra lagi, hvergi
hafa menn enn í mvrum fundið stofna, sem eru að
nokkr-um mun stærri en hinir mestu trjástofnar frá seinni öldum.
Fornmenn sóttu húsavið og kirkjuvið til Noregs og er getið
um viðarfarma nærri i hverri sögu og eftir réttarskrá þeirri,

’ r

er Clafur helgi veitti Islendingum i Noregi, áttu þeir að
njóta vatns og viðar. »En þar at eins eigv þeir at höggva
við þann allan er þeir vilja er konungs mörk er«.2) Hinir
fyrstu landnámsmenn hafa vist oft átt örðugt með að fá sér
húsavið ef vel átti að byggja og sumir hafa líklega orðið
að fara að einsog Gró systir Droplaugar, hún »lét höggva
upp skip sitt og flytja heim viðinn (að Eyvindará) og leggja
i hús, og þeir viðir eru þar enn í húsum« segir
söguritar-inn.3) Margir hafa eflaust orðið að fara utan til að sækja
trjávið og kvikfé, þegar þeir voru nýbúnir að nema land.
Ingimundur Þorsteinsson hinn gamli varð að fara til
Nor-egs til að sækja sér húsavið, gaf hann Haraldi konungi
hárfagra bjarndýr og þá viðarfarm að launum.4) Ekki hefir
Ingimundur, snemma á landnámstið, átt kost á miklum húsa-

J) Allmargir sögustaðir, er snerta skóga, eru taldir í ýmsum
rit-gjörðum og visum vér til þeirra. Sjá t. d. Páll Vídalín: Deo, regi,
patriæ, 1786, bls. 17-20. K. Maurer: Island, 1874, bls. 13—16.
Sce-mundur Eyjólfsson: Nokkur orð um skógana hér á landi.
(Búnaðar-rit V, 1891, bls. 1-31). Bogi Tli. Melsteö: íslendinga saga I, 1903,
bls. 265-271. Jón Jónsson: Gullöld íslendinga, 1906, bls. 9-14.
Það væri þó nauðsjm á, að miklu nánar væri rannsökuð saga
skóg-anna á Islandi en gert hefir verið. Bæði í sögum og fornbréfum er
til fjöldi upplýsinga um forna skóga, sem enn hafa ekki verið
notað-ar. og þ3rrfti að bera það alt saman við ástand nútímans. Hér getum
vér rúmsins vegna aðeins drepið á nokkur atriði.

2) Dipl. Island. [, bls. 66.

3) Fljótsdæla, Rvík 1896, bls. 30.

4) Yatnsdæla saga, Rvík 1893, bls. 39-40. Landnáma, 1891, bls. 129.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0450.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free