- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
439

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Rostungar.

439

við úr islenzkum skógum. Ingólfur Arnarson fór lika til
Noregs 3 árum eftir að hann hafði numið land, sennilega i
sömu erindagjörðum. Fornmenn hafa eílaust haft mikið
gagn af rekum, og er þess getið i sögunum, hvað þeir þá
voru miklir; á útkjálkum, t. d. á Hornströndum,
Melrakka-sléttu og Langanesi hafa þá verið óþrjótandi hrannir af
rekavið og sér þess enn mikil merki. Innlendur
skógar-viður hefir aðeins verið notaður i stoðir og sperrur i minni
háttar íbúðarhús og útihús og mjög mikið i árefti alt fram
á vora daga, stórtré, sem hægt var að nota i borðvið og
planka, hljóta að hafa verið mjög fágæt. Að
landnáms-menn hafi húsað bæi sina eingöngu af innlendum viði er
mjög ósennilegt og enn ótrúlegra að þeir hafi bygt haffær
skip af islenzkum skógartrjám.Þegar sögurnar voru
færðar i letur, 2—300 árum eftir landnámstið, hafa
skóg-arnir þegar verið mjög eyddir, einsog sögurnar sjálfar bera
með sér, alt hið stærsta hefir þegar verið höggið, en
ung-viðið fékk ekki að vaxa fj^rir fjárbeitinni. Mönnum er
mjög gjarnt til að sjá gullaldarbjarma yfir liðnurn tiðum,
snemma hafa eflaust skapast ýmsar öfgasögur um hina

fornu skóga.

f

A tveim stöðum er getið um haffær skip bygð úr
is-lenzkum viði. Landnáma segii’: ’ »Maðr hét Avangr, irskr
at kyni; hann bygði fyrst i Botni (við Hvalfjörð); þar var
þá svá stórr skógr, at hann gerði þar af hafskip, ok hlóð
þar sem nú heitir Hlaðhamarr«.2) I Svarfdælasögu er sagt:
»Enn skip þat hafði gert verit upp i Tungimni, ok var þar
höggvinn viðrinn, því at þar var skógr mikill ok þykkr,
en til kjalarins var höfð eik sú, er stóð niðri í Eikibrekku
f}*rir ofan Blakksgerði. f*eir færðu eikina i sík þat, sem
suðr er ok ofan frá Grund, ok er þat kallat Eikisik síðan;
en skipit var kallat Islendingr. Enn er skipit var algert,
var þat fært ofan eftir isum um vetrinn gegnt Hofi, ok létu

1

J. J.: Gullöld Íslendinga, bls. 11—12; höf. trúir öllum
öfga-sögum um skógana.

a) Landnáma, Rvík 1891, bls. 40.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0451.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free