- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
443

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Rostungar.

443

svæöi, sem enn eru leifar af, voru þá miklu stærri. Eldgos
skemdu þá marga skóga, einkum þó Kötlugosið 1755 og
sérstaklega Skaftáreldarnir 1783. í>ó menn og kindur hafi
verið verstu óvinir skóganna, þá hafa þó lika ýms áföll af
náttúrunnar hendi gjört þeim mein, t. d. öskufall eldgosa,
kal, klaki og harðir stormar, sumstaðar skriður, snjóflóð og
snjóþyngsli, sumstaðar maðkur o. fi.; skaðinn sem af öllu
þessu hefir hlotist er þó hverfandi i samanburði við
fjár-beitina og kolabrensluna. Skógunum hefir jafnt og þétt
farið aftur og fagrir skógar hafa, jafnvel á seinni hluta 19.
aldar, eyðst af illri meðferð einstakra manna.

Um miðja 18. öld fara fyrst að heyrast kvartanir um
að illa sé farið með skógana á Islandi og reyndi stjórnin
þá á ýmsan hátt að stemma stigu f^a’ir tortiming þeirra
með lagaboðum og f^^rirskipunum,1) en alþýða sinti þvi
ekki, hélt áfram að farga hinum litlu leifum, sem eftir voru.
í>á var lika farið að gera tilraunir með tréplöntun og var
reynt að gróðursetja furu og greni o. fl., en það hafði
eng-an árangur.2) Landsnefndin mikla 1770 átti meðal annars
líka að útvega vitneskju um skógarrækt, hvort fura, greni
eða önnur útlend tré gæti vaxið á Islandi og hvernig hægt
væri að rækta innlend tré, birki og viðir. Stjórnin var við
og við að ámálga það við Islendinga að þeir færu vel með
skógana, en þvi var enginn gaumur gefinn. Hinn 6. ágúst
1825 var samkvæmt konungsúrskurði bréf látið út ganga
til amtmanna, um »að láta alvarlega og opinbera aðvörun
og boðorð út ganga móti skaðlegri meðferð og brúkun

*) Tilskipun um skóga á konungsjörðum 10. maí 1755.
Lögþingis-bók 1755, nr. 26. Lovs. f. Isl. III, 219.

2) Eggert Ólafsson getur um tilraunir með tréplöntun á
Bessa-stöðum, í Skálholti og á Möðruvöllum i Eyjafirði (Rejse, bls. 956) og
fékst sjálfur við hið sama síðar í Sauðlauksdal. (Andvari I, bls. 179,
181). Sbr. Lachanologia E. 0. 1774, bls. 112. Magnús Ketilsson gerði
margar tilraunir með gax-ðrækt og trjáplöntun vestra. (Tilraxmir með
sáðtegundir og pliintur, Hrappsey 1779). Skúli Magnússon fógeti
rit-aði um gx-eniplöntun (í Lærdómslistafélags ritum VI, bls. 97—116) og
ýmislegt fleira var starfað í þá átt. Sjá 01. Olavius: Oekon. Rejse
1780, formáli, bls. 55—58.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0455.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free