- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
444

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

444

Jurtaríkið.

skóganna, einkum á konunglegu og öðru opinberu góssi
hér á landi*, og þá var eftir ráðstöfun stjórnarinnar gefinn
út pési um birkiskóga viðurhald.

A 19. öld var mikið skrifað og skrafað um viðurhald
skóga og skóggræðslu, en litið varð af framkvæmdum,
þang-að til H. J. G. Schierbeck landlæknir stofnaði
garðyrkju-félagið og fór sjálfur 1883 og siðar að gera margskonar
til-raunir til jurtaræktunar og trjáplöntunar.2) Annar danskur
maður, C. H. Ryder, nú forstjóri veðurfræðisstofnunarinnar
í Kaupmannahöfn, kom fyrstur i framkvæmd
skóggræðslu-tilraunum i stærri stil og 1898 veitti landbúnaðarfélagið
danska fé til tilrauna á Pingvöllum. Siðan tók
landsstjórn-in á Islandi skógmálin að sér og hefir síðan veitt allmikið
fé til tilrauna, skóggræðslu og umsjónar. Með lögum 13.
april 1894 var sýslunefndum veitt vald til að gjöra
sam-þyktir um friðun á skógum og með lögum 5. des. 1899 var
stjórninni veitt heimild til að kaupa Hallormsstað og átti
amtsráð Austuramts að skipa fyrir um meðferð á skóginum.
Loks voru 30. júli 1909 gefin út lög um meðferð skóga og

r

kjarrs og friðun á lyngi o. fl. Arið 1900 var byrjað á
skóg-græðslutilraunum á Grund i Eyjafirði og á Hálsi i
Fnjóska-dal, siðar við Rauðavatn nærri Reykjavik. Yfirleitt hefir
siðan 1900 verið mikið unnið að þvi að varðveita gamlar
skógarleifar og rækta nýjan skóg. Nú (1910) hefir landinu
verið skift i 6 skógræktarumdæmi, 4 skógverðir skipaðir
og skógræktarstjóri, sem hefir aðalumsjón allra islenzkra
skóga.3)

(Laurup) Ritgjörð um birkiskóga viðurhald, sáningar og
plönt-un á Islandi, Khöfn 1827, 20 bls., 8°. Bækling þenna íslenzkaði
for-valdur Sivertsen í Hrappsey (en hvorki Baldvin Einarsson né Oddur
Hjaltalín, sbr. Ný Félagsrit VIII, bls. 8-9, Tímarit Bmf. XXV, bls. 149).

2) H. J. G. Schierbeck: Skýrsla um nokkrar tilraunir til
jurta-ræktunar á Íslandi. (Tímarit Bmf. VII, bls. 1—66; XI, bls. 144—176).
Beretning om nogle Forsög i Plantekulfur paa Island. (Nyt Magazin
for Naturvidenskaberne, Kristiania XXX, bls. 235-275).

3) Auk þess sem áður hefir verið getið, hefir margt verið ritað
um íslenzka skóga og skóggræðslu og skal hér geta hins helzta.
C. E. Flensborg: Skovrester og Nyanlæg af Skov paa Island. (Tids-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0456.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free