- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
449

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Skófir.

449

(einkiim Antitrichia ciirtipendula) byggja rakar gjár og
gluf-ur, í mjrum vex mikið af Sphagnum acutifolium og öðrum
tegundum af sama flokki. sumar tegundir vaxa aðeins við
hveri og laugar o. s. frv.

Skófir eða fléttur eru enn algengari en mosarnir, þær
sjást nærri á hverjum steini, oftast i smáum og stórum
blett-um og skellum með allskonar litum, gulum, gulgrænum,
gráum, svörtum, hvitum, brúnum og mórauðum, og eru
vanalega fjölbrotnastar á hraungrjti og i urðum. Skófirnar
skapa hinn fyrsta jarðveg fyrir mosa og aðrar jurtir og
hjálpa veðraninni til þess smátt og smátt að mylja og
upp-leysa yfirborð grjótsins, þær hafa þvi mikla þjðingu i
bú-skap náttúrunnar. A sömu klettunum vaxa oft fjöldamargar
skófnategundir hver innan um aðra. Litunarmosi (Parmclia
saxatilis) er algengur og gulir blettir af Buéllia geographica;
ennfremur eru tegundir af kynjunum Lecidea, Lecanora,
G-g-rophora og Stereocaidon mjög algengar o. m. fl. Ymsar
fléttu-tegundir af annari gerð vaxa i mosaþembum, af þeim eru
fjallagrös (Cetraria islandica) og hreindjramosi (Cladonia)
alkunnastar.

Af svömpum er mikill grúi á Tslandi, 543 tegundir,2)
en litið ber á þeim i samanburði við mosa og skófir, þeir
eru smáir og ósjálegir og flestir þeirra (452 tegundir) eru
snikjusveppar eða rotnunarsveppar á æðri jurtum, en sumir
vaxa i moldarrústum, mykju, taði o. s. frv. Hinir stærstu
sveppar, gorkúlutegundir og þesskonar, eru einna minst

Um mosa og skófir: Chr. Grönlund: Islandske Naturforhold
med særligt Hensyn til Mosvæxtens Betydning for Landskabet.
(Tids-skrift for populære Fremstillinger af Naturvidenskaben, 5. Række IV,
1877, bls. 321—356). Bidrag til Optysning om Islands Flora, Lichenes.
Hepaticæ og Musci. (Bot. Tidsskr. IV, 1870, bls. 147—172; 2. Række
IH, 1873, bls. 1—26). Afsluttende Bidrag til Oplysning om Islands
Flora, Musci, Hepaticæ, Lichenes. (Bot. Tidsskr. XIV, 1885, bls. 159—
217). Tillæg til Islands Kryptogamfiora, indeholdende Lichenes.
He-paticæ og Musci. (Bot. Tidsskr. XX, 1895, bls. 90-115).

2) Islandske Svampe samlede 1876 af Chr. Grönlund. (Bot.
Tids-skrift XI, 1879—80, bls. 72—76). E. Rostrup: Islands Svampe. (Bot.
Tidsskrift XIV, 1885, bls. 218—229; XXV, 1903, bls. 281-335).

29

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0461.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free