- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
452

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

452

Spendvr.

1. Spendýr.

t

Engin landspendýr eru til á Islandi, sem fullkomlega
megi heita innlend eða upprunaleg, nema ef það skyldi
vera skógarmúsin (Mus sylvaticus), og er það þó efasamt.
Það var töluverður ágreiningur um það meðal
visinda-manna, hverrar tegundar mús þessi væri, hvort hún
væri sérstök islenzk tegund, eða afbrigði af húsmús eða
skógarmús þeirri, sem er algeng i Skandinaviu; mun það
nú vera fullsannað að mús þessi er skógarmús.1)
Hús-músin og skógarmúsin eru þó mjög líkar, svo alment mun
enginn greinarmunur vera gerður á þeim og það er jafnvel
líklegt að skógarmúsin hafi lika fiuzt með
landnámsmönn-um, fiækst á skipum þeirra og tekið svo upp sinn forna
lifnaðarhátt, er þær komu til Islands, lagst út í skógarkjarr
og lyngheiðar, en húsmúsin haldið sér við bæina.
Skógar-músin lifir mest á berjum og muðlingum, blöðum, rótum
og fræjum; hún er mest á ferðinni á nóttinni og er mælt
hún safni vetrarforða i holur sinar;2) á vetrum leitar hún
stundum heim til bæja, einkum þegar hart er i ári, og hafa
stundum í illum árum á sumum bæjum staðið vandræði af
músagangi. Harða veturinn 1880—81 voru t. d. á
Silfra-stöðum i Skagafirði, fram að n}fári, drepnar yfir tvö þúsund
mýs; vegna hinna miklu frosta þann vetur leituðu mýsnar
víða á Norðurlandi heim til bæja, átu alt, sem tönn á festi
og lögðust sumstaðar á kindur og hross og jafnvel á
sof-andi menn; um baustið i október sáust þegar hrannir
dauðra músa sumstaðar nyrðra og kölluðu margir þenna
vetur »músavetur«. Haustið 1890 var óvanalegur
músa-gangur á Vestfjörðum, einkum innantil við Djúp, og lögð-

Landfræðissaga IV, bls. 203-204.

2) F. A. L. Thienemann: Naturhistorische Bemerkungen
gesani-melt auf einer Reise im Norden von Europa, vorzíiglich Island, in
<len Jahren 1820 bis 1821, 1. Abteilung, Siiugethiere. Leipzig 1824,
bls. 153-158. f E. Henderson: Iceland, Í818, II, bls. 186-187.
Ferða-bók Eggerts ÓlafssoDar I, bls. 218-219. Landfræðissaga III, bls. 220.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0464.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free