- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
454

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

454

Spendvr.

látnir í kjarrskóga, en refar urðu þeim að bana.x) Löngu
seinna voru nokkrir hérar fluttir til Viðeyjar 1861 frá
Fær-eyjum,2) en þeir munu hafa þótt styggja æðarvarpið og
voru drepnir. A Færeyjum eru hérar nú algengir, ’voru
fiuttir þangað um miðja 19. öld frá Noregi, en i Færeyjum
eru engar tóur.

Refir, tóur eða melrakkar eru algengir um alt lancl og
munu upprunalega hafa komið með isum, þeir gera viða
mikið mein á sauðfé manna. Refir eru ýmist hvítir, gráir
eða mórauðir, hinir hvitu sjást helzt á Norðurlandi á
út-kjálkum, en hinir mórauðu eru algengir um alt land; bæði
þessi afbrigði refa maka sig saman og á Melrakkasléttu er
oft annar makinn hvítur, hinn mórauður, en þar eru hvitu
refirnir algengastir. Tóur eru fiestar i hraunum eða þar
sem miklar urðir eru, sérstaklega þar sem sjóföng eru i
nánd og fuglabjörg. Stundum grafa þær sér greni í jörðu,
en oftar nota þær krókóttar holur i hraunum og urðum
þar sem margir útgangar eru; oftast halda tóur sig fjarri
bæjum og mannavistum, þó koma þær stundum til bæja á
vetrum i hungri og harðindum. Tóur eta alt sem tönn
festir á, þegar þröngt er i búi, en á sumrum er vanalega
nóg bráð og æti, fuglar og egg, sauðir og lömb, mýs,
sjó-reknir fiskar o. fi., þær eta lika skelfiska og krabba, ber
og hvannarætur, þegar svo ber undir. A vetrum sitja tóur
oft um rjúpur og það ber stundum við, að þær hlaupa út
á hafísjaka til að leita að sela- og hvalaræflum, helfrosnum
fuglum o. fl. 1 varplöndum eru tóurnar slæmir gestir, drepa
fugla og unga og drekka úr eggjum. Hvergi eru tóur eins
margar einsog á Reykjanesskaga, þar eru ágæt fylgsni i
hraununum, en fjaran nálæg, oft með miklu af
brimrotuð-um fiski og öðru sjófangi; þar hefir oft kveðið svo mikið
að dýrbiti, að varla hefir nokkurt lamb með köflum fengið
að lifa i sumum sveitum. Mökunartimi refa er í marz og

Árb. Esp. XI, bls. 43. Island i det 18. Aarh., bls. 73.
Lovsam-ling for Island V, bls. 61—62, 394.

2) íslendingur II, 1861, bls. 111.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0466.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free