- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
457

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hreindýr.

457

það hafa líklega verið frávillingar, sem ef til vill hafa
runnið á hjarni suður yfir Yatnajökul. Um miðja 19. öld
sáust hreindýr oft á Hólsfjöllum, Þistilfjarðarheiðum og
Sléttu, stundum lika úti á Langanesi.x) Vestan við Jökulsá
á Fjöllum sjást enn stundum hreindýrafiokkar á
Mývatnsör-æfum og Reykjaheiði,2) en í Odáðahrauni og hinum hæstu
öræfum geta þau ekki þrifist, þar er alt of gróðrarlaust.
Fyrir vestan Skjálfandafijót, upp af Fnjóskadal, voru i
byrj-un 19. aldar hreindýr mjög algeng og sáust svo hundruðum
skifti þar á heiðunum; flokkur af 31 hreindýrum sást enn
1855 á Timburvalladal,3) sem gengur upp af Fnjóskadal, og
virðast dýrin þá enn hafa verið algeng, en ílokkar þeir
sem þar voru hafa annaðhvort fallið i harðindum eða verið

r

eyddir með skotum eftir að veiðin varð frjáls 1817. A hiuum
viðáttumiklu heiðalöndum fyrir norðan Hofsjökul og
Lang-jökul er nóg af fjallagrösum og hreindýramosa og mætti
ætla að þessi stóru svæði væru mjög hentug fyrir tímgun
og fæðslu dýranna, en hreindýr eru þar engin; ekki geta
ár hafa verið þeim til farartálma, þvi hreindýr synda vel
og eiga hægt með að komast yfir jökulár, enda sökkva
þau minna í aurbleytu en önnur dýr og sjást sumstaðar á
blautum eyrum, þar sem hestar og sauðfé ekki þora að
fara. Hreindýr rása ekki svo mikið og eru hagspök, nema
þegar að sverfur, geta þau farið langt sér til bjargar. I
E-angárvallasýslu voru hreindýrin fyrst sett á land 1771 og
þrifust þar vel, en nú munu þau horfin þar af afréttunum;
i Gullbringusýslu var nokkrum hleypt i hraunin og hefir
nokkuð af afkvæmi þeirra hreindýra haldist á fjöllum
Reykja-nesskaga; flest þeirra munu þó hafa fallið harða veturinn

t

*) I lýsingu Sauðanessóknar 1840 (hdrs. Bókmf.) er j)ess getið, að
j>ar fáist stundum 5-6 dýr í sókninni.

2) Veturinn 1852—53 voru unnin 100 hreindýr á Sléttu og 50 við
Mývatn og mörg féllu fyrir hungurs sakir. Einn hreindýrskálfur
náð-ist lifandi uppi í Vindbelg. Eins voru mörg hreindýr drepin í
Mý-vatnssveit veturinn 1854—55. (Norðri I, bls. 22, 31; III, bls. 24).

3) Pjóðólfur VIII, bls. 75.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0469.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free