- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
458

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

458

Spendvr.

1880—81, en svo hefir þeim fjölgað nokkuð aftur og 1899
sást flokkur með 15—20 hreindvrum nærri Bláfjöllum.

Hreindýr voru flutt til Islands á 18. öld einsog fyr var
getið. Um miðja öldina kom það fyrst til tals að senda
hreina til Islands, 5 sýslumenn höfðu stungið upp á þvi við
stjórnina að hreindýr væru flutt til reynzlu og töldu þeir
það mundi verða t.il mikilla nota fyrir ibúana, ef tilraunin
tækist. Með stjórnarbréfi 19. janúar 1751 var samþykt að
kaupa 6 hreindýr i Noregi, tvo tarfa og 4 kvigur, og senda

r

til Islands,1) en þetta mun af einhverjum orsökum hafa
far-ist fyrir. Arið 1771 lét Thodal amtmaður flytja 13 hreindýr
frá Finnmörku, þau sýktust á leiðinni og 10 dóu, en 3
kom-ust heil á land i Rangárvallasýslu, þrifust vel og timguðust,
voru 5 árum siðar orðin 11 að tölu. Menn óskuðu þess þá
að fleiri væri send, og sneri stjórnin sér þá til Fjeldsteds
amtmanns i Finnmörku og bauð honum að láta kaupa 25
hreina, þar af 18 kvígur, og senda til Islands. Pessi
skip-un komst þannig til framkvæmda, að 30 hreindýr voru send
til Islands, 6 tarfar og 24 kvígur, hafði norskur kaupmaður
Buch i Hammerfest gefið dýrin öll; 23 af hreindýrunum
komust lifandi til Hafnarfjarðar og var hleypt i land við
Hvaleyri, tóku þau þegar á rás og ruunu til fjalla milli
Krisuvikur og Selvogs og fjölgaði þar mikið á næstu árum,
svo oft sáust af þeim stórir flokkar.2)

Sumarið 1783 voru send nokkur hreindýr til Islands. til
Eyjafjarðar, og slept upp í Vaðlaheiði. og 1787 lét stjórnin
enn senda 30 hreindýr, sem Finni nokkur, Pjetur Jónsson

’) Lovsamling for Island III, bls. 63. I riti Páls Vídalíns, Deo,
regi, patriæ (bls. 141—142) er þegar stungiö upp á að ilytja hreindýr
til Islands.

2) Levetzau: Kort Afhandling om adskillige Tings nærværende
Tilstand i Island. (Rigsarkivet). Um flutning hreindýranna til
Is-lands sjá Jón Eiríksson: Formáli fyrir Ferðabók Olavii, bls. 94—95.
Islandske Maanedstidender II, 1775, bls. 55. Vatnsfjaröarannáll yngri.
(Hdrs. J. S. 39 Fol.). Lovsamling for Island IV. bls. 378—379. Árb.
Esp. X, bls. 101—102; XI, bls. 16, 72,101. M. St.: Island i det 18. Aarh.,
bls. 76.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0470.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free