- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
462

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

462

Spendvr.

helzt það sem feitast er, svo sem hákarl og rafabelti, því
bangsar eru mjög feitmetisfrekir, en sjaldan hafa þeir gjört
mönnum mein, eru oftast styggir og fælast menn. Pað ber
við að þeir leggjast á búfé og drepa kindur og annan fénað
i peningshúsum. Hvitabirnir voru stundum i fornöld tamdir
á Islandi. Ingimundur gamli gaf Haraldi konungi hárfagra
húna, sem hann tók við Húnavatn, og er sagt að menn þá
hafi ekki áður í Noregi sóð hvitabjörn.x) Isleifur prestur
Gissurarson, sem seinna varð biskup á Islandi, hafði með
sér hvitabjörn, er hann var á suðurferð sinni og gaf hann

187. mynd. fivítabjörn á sundi.

Hinriki keisara, þótti dýrið hin mesta gersemi.2)
íslend-ingar, sem komu frá Grænlandi, færðu löngu síðar
kon-ungum hvitabirni, sem altaf þóttu gersemar, af því þeir
voru svo sjaldséðir. Einar Sokkason færði t. d. Sigurði
jór-salafara bjarndýr, Kolbeinn Porljótsson færði Haraldi gilla
björn og þá er kunnug sagan um bjarndýrið, sem Auðunn
hinn vestfirzki gaf Sveini konungi Ulfssyni, o. s. frv. Það
má og sjá á ’Grágás, að birnir voru tamdir, en i Jónsbók
er ákveðið, að hvitabjörn sé úheilagur á hvers manns jörðu

») Landnáma, Rvík 1891, bls. 129.

2) Biskupasögur I, bls. 61.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0474.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free