- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
463

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hvítabirnir.

463

og á sá björn, er fyrstur kemur banasári á.1) Pegar menn
hættu aö temja birni og senda þá og gefa til útlanda, voru
skinnin seld dýru verði, eða gefiii kirkjum; stóðu prestar á
þeim fyrir altari, þegar kalt var á vetrum. Pað sést á
mörgum máldögum frá 14. öld, að íslenzkar kirkjur hafa
átt bjarnarfeldi og á miðri 16. öld eru þeir enn til i
sum-um kirkjum.2) Friðrik annar Danakonungur gjörði 156-3 þá
ákvörðun, að konungur einn skyldi hafa rétt til að kaupa
bjarnarfeldi; þetta boð var endurnýjað 1648 og framundir
lok 18. aldar voru öll bjarndýraskinn, sem fengust á Islandi.
send til landfógeta og keypti hann þau fyrir konung. 1746
áminnir Pingel amtmaður menn um að skila
bjarndýrafeld-um að Bessastöðum,3) en 15. sept. 1792 afsalar konungur sér
forkaupsrétti til hvítabjarnarfelda.4)

Pegar hafísar eru landfastir, munu birnir oftast koma
einhverstaðar á land og er þeirra viða getið, stundum ber
það við. að þeir synda i land, þó hafís sé fjarri. Arið 1274
voru drepnir 22 hvitabirnir á íslandi og næsta ár 27, en þá
er sagt að hafisar hafi kringt nærri um alt land.5) 1321
kom hvitabjörn mikill af isum norður á Ströndum og drap
8 menn i -Heljarvík og reif alla í sundur og át suma, hann
var drepinn á Straumnesi Yitalismessu.6) 1361 kom
bjarn-dýr af sjó í Eyrarsveit á Breiðafirði um haustið móti
Imbru-dögum og voru hvergi isar í nálægð, var það bjarndýr
unnið i Staðarsveit á Snæfellsnesi litlum tima siðar.7) 1518
kom bjarndýr eitt mikið, rauðkinnungur, á land á Skaga
við Asbúðartanga, og sá hvergi til iss af sléttlendi, en þó
af háfjöllum, það dýr var soltið mjög, mannskætt og grimt,
það deyddi 7 eða 8 manneskjur, sem voru fátækar konur
með börnum, er um fóru og ei vissu dýrsins von; dýr þetta

’) Jónsbók, útg Ó. H., bls. 192.
Sbr. Landfræðissaga I, bls. 136.

3) Lögþingisbókin 1746, nr. 14.

4) Lovsamling for Island VI, bls. 46.

b) ísl. annálar (1888), bls. 332.

6) ísl. ann , bls. 205, 345, 395.

7) ísl. ann., bls. 359.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0475.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free