- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
468

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

468

Spenclýr.

rosmhvalur kom upp á land, ok fóru menn til at særa hann,
en hvalurinn hljóp á sjó ok sökk. því at hann var særdr á
hol. Siðan fóru menn til á skipum, ok gerðu tii sóknir ok
vildu draga hvalinn á land, ok unnu engar iyktir á. Þá
hét Rafn á enn helga Tómas biskup til þess að nást skyldi
hvaiurinn, hausfastar tennur úr hvalnum ef þeir gæti náð
hvalinn at iandi fluttann; ok siðan er hann hafði heitið, þá
varð þeim ekki fyrir at flytja at landi hvalinn«. líafn fór
siðan utan og sótti heim hinn helga Tómas i Kantaraborg
og færði honum tennurnar og lagði þar meira fé til
must-eris. *) I fornöld notuðu menn rostungshúðir i reipi
(svarð-reip) sem voru ákaflega sterk, »svá at vel draga sex tigir
manna eitt reip eða fleiri, ok geta þó eigi slitit«.2)
Rost-ungstennur voru þá mjög dýrmætar og gjörðu menn úr
þeim ýmsa smiðisgripi, biskupsstafi, mjmdir helgra manna,
töfl o. fi. Af Grænlandi guldust skattar i rostungstönnum
og Martinus páfi hinn IV. biður 1282 Jón erkibiskup i
Niðar-ósi að koma þeim tiundum, sem greiðast af Islandi,
Fær-eyjum og Grænlandi, í gull eða silfur, þvi að nautshúðir,
selskinn, rostungstennur og hvalseymi sé ekki hentugur
gjaideyrir til Jórsalalands né fyrir hið postulalega sæti i
Róm.3) 1266 braut Grænlandsfar á Hitarnesi og létust 40
menn.4) Björn frá Skarðsá getur þess i Grænlandsannálum,
að á hans tið reki enn rostungstennur á land á Hitarnesi
af skipi þessu, sem Garðabiskup átti. Nikulás prestur
Narfa-son, sem bjó á Hitarnesi (um 1604), sagði Birni. að hann
hefði sjálfur séð og fundið rostungstennur merktar með
rauðum málrúnum og undraðist hann mest að rauði
litur-inn hafði haldist i meir en þrjár aldir. Par kvað heita
Biskupsboði er skipið strandaði og þar er Líkatjörn nærri
sjónum.5) Páll biskup Jónsson (1195—1211) »sendi Póri

») Biskupasögur 1, bls. 641—642. Sturlunga (Oxf.) II, bls. 277.

2) Konungsskuggsjá, Kristiania 1848, bls. 41.

3) Dipl. isl. II, bls. 235—286.

*) ísl. annálar (1888), bls. 136, 258.

6) Grönlands historiske Mindesmærker III. bls. 48, 244. Arb. fornlf.
1883, bls. 6.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0480.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free