- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
470

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

470

Spendvr.

á Islandi, að hann viti eigi til að meira en tveir þeirra hafi
veiðst á nærri 50 árum, annar á Suðurnesjum þegar
Heide-mann var landfógeti (1683—1693), en hinn á Vestfjörðum
og sá Páll lögmaður nokkuð af húð hans á Hrafnseyri við
Arnarfjörð.1) Haustið 1708 sáust viða rostungar við
Suður-og Austurland2) og er sagt að þar væri 28 er flestir voru,
lögðust þeir upp á sker og sanda. nokkrir i Borgarfirði eystra,
einn i Loðmundarfirði, einn i Seyðisfirði. einn við Hellisvelli
(Hellna) og hékk hann þar allan daginn i bjarginu hjá
Gróu-helli 3) Sveinn Pálsson getur þess, að seint á 18. öld hafi

r

rostungar sést á Tviskeri fyrir utan Breiðamerkursand.4) A
19. öld voru nokkrir rostungar unnlr á Islandi. 1832 var
rostungur drepinn við Hánefsstaði i Seyðisfirði eystra og
Melsted sýslumaður ritar stjórninni, hvort hann samkvæmt
tilskipun 20. marz 1563 eigi að heimta tennurnar afhentar
sér sem konungsgersemar, en stjórnin svarar, að hún fram-

r

vegis eigi muni nota sér forkaupsréttindin gömlu.5) Arið
1846 var rostungur unninn á Meyjarlandi við Heykjaströnd
i Skagafirði i júlimánuði og hefir sira Po rkell Bjarnason
lysfc rostungsveiðinni nákvæmlega.6) 1874 i marzmánuði
sást rostungur i Fáskrúðsfirði. en hann náðist ekki, þá var
ekkert hafísrek, en dýrið lá á isflaka úr ósöltu vatni. A
Seyðisfirði er mælt að rostungur hafi verið drepinn á
Öld-unni 1800, i Mjóafirði sást einn 1860 og á Búðum i
Fá-skrúðsfirði var einn skotinn um 1889.7) I nóvembermánuði

J) Skýringar yfir fornyrði lögbókar, bls. 441.

2) Hdrs. J. S. nr. 89 Fol. og 159 Fol. Árb. Esp. VIII, bls. 116.

8) Fornir ritböfundar (Albertus Magnus og Olaus Magnus) geta
þess, að rostungar séu vanir að banga á tönnunum í klettaglufum,
og Arngrímur lærði hefir heyrt að þeir sofi þannig hangandi („eo
tamen in petrarum rimas impacto, suspensus dormire fertur
rostun-gerus". Olai Wormii Epistolæ I, bls. 330). Hinar miklu höggtönnur
nota rostungar annars mest til að róta upp botni, sandi og leir til
þess að ná í skeldýr þau, sem þeir mestmegnis lifa á.

*) Journal II, bls. 211.

5) Lovsamling for Island X, bls. 250—251.

6) Fjallkonan XII, 1895, bls. 86-87.

7) Bj. Sæm. í Andvara 1899, bls. 63.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0482.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free