- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
471

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Rostungar.

471

1894 var rostungur skotinn i Grindavik1) og annar i
Por-lákshöfn 1899. Pá má ennfremur geta þess, að mælt er
að rostungar hafi sézt á Skjálfanda og á Snæfellsnesi; 1895
heyrði eg sagt á Langanesi, að rostungur hefði þá fyrir
nokkrum árum sézt hjá bænum Brekku, menn reyndu að
veiða hann, en rostungur komst undan. Rostungur einn
var á fiakki 1899 i Eyjafirði, Skjálfanda og Axarfirði, en
fór aftur.2)

I fornöld snemma voru rostungar miklu algengari en
nú norðantil i Noregi og á 9. öld voru þeir mjög algengir
við strendur Hvitahafsins.3) A Grænlandi eru enn allmargir
rostungar, en þar eru þeir þó oftast aðkomugestir, hafa
að-eins fast aðsetur allranyrzt á Austurströndu og á
Króks-fjarðarheiði að vestan (við Smithssund og Melvilleflóa). A
Spitzbergen og nálægum eyjum voru rostungar mjög
al-gengir fram á 19. öld. Veturinn 1824—25 hafði norskur
skipstjóri vetrarsetu á Beeren Eiland, sem liggur miðja
vegu milli Noregs og Spitzbergen, og drap þá 677
rost-unga.4) Dýr þessi hafa smátt og smátt llúið lengra og
lengra norður á við undan ofsóknum manna, en i
ísklungr-unum norður undir heimskauti kvað, eftir frásögn Dr.
Nan-sens og annara, ennþá vera mesti fjöldi rostunga. fess má
geta, að rostungabein hafa fundist i mómýrum i Danmörku
og sýnir það að rostungarnir hafa dvalið æði sunnarlega
eftir lok isaldar. A 19. öld hefir það borið við, að
rost-ungar hafa flækst niður að ströndum Skotlands.5)

*) Bjarni Sæmundsson heíir ritaö um hann og ýmislegt fleira um
rostunga: Om Hvalrossens Forekomst ved Island i ældre og nvere
Tider. (Yid. Meddel., naturh. Foren. 1897, bls. 201-210). FjaUkonan
XI, 1894, bls. 195.

2) Andvari 1901, bls. 95.

3) Japetus Steenstrup: Nogle Bemærkninger om Ottars Beretning
til Kong Alfred om Hvalros- og Hvalfangst i Nordhavet. (Historisk
Tidsskrift, 6. R., II, 1889, bls. 95—110).

4) A. E. Nordenskiöld: Vegas fárd kring Asien och Europa, I,
bls. 145-154.

5) Tli. Bell: A history of british quadrupeds, 2. edition, London
1874, bls. 271.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0483.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free