- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
474

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

474

Spendvr.

Útselurinn (Halichoerus grypus) er líka kallaður
út-skerjaselur, haustselur og vetrarselur;x) hann hefir aflangan
haus, en landselir hnöttóttan, keilumyndaða jaxla, en
land-selurinn sagydda, hann er svartgrár eða gulgrár á lit með
smáblettum og 6—9 fet á lengd, sumir eru nærri svartir,

r

einkum brimlar, en kvenndýr eru ljósari. Utselurinn lifir í
Atlantshafi norðan til, einkum að austanverðu og sést oft
suður i Eystrasalti, hann er oft í hópum úti á rúmsjó, en
kemur á haustin inn að útskerjum og yztu annesjum og
kæpir þar. Selur þessi hefir fyrrum verið miklu algengari
en nú, og á steinöldu hefir hann verið tiðasti selur við
strendur Danmerkur, en nú er hann miklu sjaldgæfari en

’ r

landselurinn; til Grænlands kemur hann ekki. A Islandi
koma útselirnir helzt að suður- og vesturströndum landsins
og halda sér við útsker einsog i Noregi, á Norðurland

r

koma þeir eigi.2) Utselir koma að landi á haustin og

r

kæpa á útskerjum og segir Eggert Olafsson, að þeir kæpi
14 dögum fyr innarlega í Breiðafirði, en við útsker.3) I
októbermánuði fara fullorðnir útselir að nálgast skerin og
kæpa í lok mánaðarins á þurru, en urtirnar kvað ganga
með i 9 mánuði. Kóparnir eru í fyrstu mjög loðnir, vaxnir
mjúkum, ullarkendum, hvitgulum hárum og geta þeir ekki
stungið sér fyr en loðnan dettur af þeim, eftir 4—5 vikur;
kóparnir iiggja altaf á meðan á skerinu, en um hvert flóð
skríður urtin upp til þeirra til þess að láta þá sjúga.
Stundum tekur brim ungann út, meðan hann er i þessu gerfi,
er hann þá hjálparlaus og getur hvorki synt né kafað og
eru þeir þá kallaðir »sjóvelkingar«; þeir sem ekki fara úr
bóli sínu eru kallaðir »bólselir«. Pegar kóparnir hafa
hálf-felt, fer móðirin að svelta þá, til þess að fá þá til að fara i

Fullorðið karldýr er kallað „brimill", kvenndýrið „urt"; pessi
nöfn munu þó líka nokkuð alment vera notuð um aðra seli.
Utselur-inn er sumstaðar kallaður „vigraselur".

2) Við Eyjaíjörð og Skjálfanda eru allir selir sem koma af hati
kallaðir „útselir", þó þeir eigi ekkert skylt við hinn eiginlega útsel.
(Bj. Sæm., Andvari 26. árg., bls. 95).

3) Ferðabók Egg. 01., bls. 488, 530.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0486.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free