- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
475

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hvalir.

475

sjóinn, þetta verður vanalega i þriðju viku vetrar og eru
þeir þá drepnir skömmu fyr, og er það kallað suppidráp*.1)

r

Utselirnir hér við land eru nú miklu færri en landselirnir
og haustkópatalan er varla meira en 1U eða x/3 af vorkópa-

r

tölunni, þar sem báðar tegundir veiðast. Utselur er nokkur
fyrir Mýrum, einkum i Hvalseyjum og Tjaldseyjum, en
lang-algengastur er hann á Breiðafirði og kæpir þar víða,
jafn-vel inni í Gilsfirði; haustkópar fást við Reykhóla, Skarð,
Fagradal, i Akureyjum, Rúfeyjum, Rauðseyjum, Skáleyjum,
Sviðnum, Hergilsey og viðar. Að Vestfjörðum koma útselir
óviða, kvað þó kæpa á annesjum við Arnarfjörð og Dýra-

t r

fjörð, stundum sjást þeir við Isafjarðardjúp utan til.
Ut-selur nokkur2) kvað líka vera við Austurland norðan til,

en annars er lítið kunnugt um útbreiðsla hans við Suður-

t

land og Austfirði. Eggert Olafsson segir, að útselir kæpi á

eynni Vigur við Lón, á Tviskeri og Hrollaugseyjum.3) Sela-

tegund þessi virðist hafa verið töluvert algengari við Island

/

á 18. öld en nú. Utselurinn er mikið stærri en landselurinn
og kvað geta orðið 5 álna langur, að þvi er Eggert Olafsson
segir;4) selur þessi lifir á ýmsum sjófiski, þorski,
marhnút-um, en þó einkum á lúðum, þeir kvað og eta krabbadýr
og jafnvel krossfiska á vetrum, er þeir leita til hafs.
Egg-ert segir, að urtin eti lika marhálm, bjöllur og marinkjarna
(bls. 530).

Vöðuselurinn eða hafselurinn (Phoca groenlandica) er
ljósleitur að neðan, svartur á hliðunum og ofau á hausnum,
4—5 fet á lengd, hann er farselur, á heima langt norður í
höfum, en fer langar ferðir á ísum i stórum hópum5) og
kemur þá að norðurhluta Islands á vetrum. Vöðuselurinn
er lika farselur á Grænlandi og fer og kemur á vissum
tímum; hann lifir af ýmsum fiskum, þorski, fiyðru, karfa,

’) Árni Thorlacius í H. Kröyers Naturhist. Tidsskr. II, 1838, bls. 97.
Sveinn Pálsson í Journal II, bls. 49 — 52.

2) Andvari XXIV, bls. 63.

s) Ferðabók E. Ó., bls. 750.

4) Hér er átt við haraborgarálnir, sem aðeins voru 22 þumlungar.

5) far af naínið vöðuselur, af vaða, fiskitorfa, hópur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0487.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free