- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
477

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hvalir.

477

selurinn oft á Breiðafjörð. en nú sést hann þar aldrei, á

Vestfjörðum var hann lika tiður gestur á fjörðum og vík-

um, einkum í Jökulfjörðum, Isafjarðardjúpi, Arnarfirði og

Steingrímsfirði, kom hann á jólaföstu og var fram til páska.x)

Komur vöðusela i þessi héruð hóldust langt fram eftir 19.

öld og var selurinn bæði skutlaður og veiddur i nætur.2)

»1 Steingrimsfirði var hætt að veiða hann um 1850 og

lagðist hann þar siðan smám saman frá; um 1870 var

hann nærri horfinn úr Djúpinu og um likt leyti úr Arnar-

firði og Tálknafirði; hann kom alla leið suður á Breiðafjörð

norðanverðan, alt suður að Hvammsfjarðarmynni. Kom sið-

ast ganga af honum 1873, en siðast sást hann þar 1888« 3)
/

A Norðurlandi komu á fyrri tímum afarmiklar göngur af
vöðusel, einkum i miklum isárum og hröktust þeir þá
stundum austur fyrir og suður með landi, svo komið hefir
fyrir að seladráp mikið hefir orðið i Porlákshöfn og jafnvel
á Suði^rnesjum, sem aunálar greina. Selafang var fyrrum
stórmikið bjargræði fyrir útkjálkasveitir á Islandi, ekki sizt
i Norður-fingeyjarsýslu, á Hornströndum og i Grimsey.
Vorið 1564 var kallað selavorið mikla og voru þá miklar
lestaferðir með sel frá sjó upp um allar sveitir á
Norður-landi; eins er getið um mikla selatekju 1615, 1629 og oftar.
Arið 1718 kom svo mikið af vöðuselum að Melrakkasléttu,
að hundrað selir veiddust að meðaltali frá hverjum bæ.
f*að má enn sjá það í gömlum öskuhaugum i þessum
hér-uðum hve mikla þýðingu vöðuseladrápið áður hefir haft
fyrir alþýðu manna, þvi haugarnir eru fullir af selabeinum.
1801 var mikil vöðuselaveiði við Langanes á isum og við
Loðmunclarfjörð og Seyðisfjörð voru rotaðir 3—400 selir.4)
I maimánuði 1820 kom mikill grúi vöðusela upp undir
Grims-ey með hafísum og var ætlast á um einn hópinn að i hon-

Olavius: Oekon. Rejse, bls. 83-84, 172-173. Veturinn 1817-18
voru á ísafjarðardjúpi skutlaðir 400 vöðuselir. (Klausturpósturinn I,
bls. 96).

2) Gestur Vestfirðingur I, bls. 15—16; III, bls. 38.

3) Andvari 1903, bls. 85.

4) Minnisverð tíðindi II, bls. 426.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0489.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free