- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
478

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

478

Spendvr.

um væri 36 þúsund selir.Eftir lýsingu Olaviusar var
vöðu-selurinn algengur við alt Norðurland á seinni hluta 18. aldar,
kom svo að segja i hvern fjörð og vík á vetrum, þó mest
væri af þeim á Sléttu; i Hraunhöfn fengust t. d. á hverjum
vetri að meðaltali 300 vöðuselir.2) Um alla Austfirði var
selategund þessi þá lika algeng frá Langanesi suður að
Lóni; komu selirnir þá að norðan með fiskigöngum, að
sagt var, i febrúar, marz og april, eða sumstaðar, t. d. við
Hóraðssand, frá april fram í miðjan júli. Yar þá töluvert
veitt af þeim víða eystra; mælt er að vöðuselirnir hafi verið
töluvert algengir á Austfjörðum fram að 1875, en þá hættu
þeir að koma.3)

Þessir þrir selir, sem nú voru taldir, eru aðalselirnir
við ísland, algengastir og þýðingarmestir fyrir landsmenn.
En auk þess sjást við og við þrjár aðrar selategundir:
hringanóri, granselur og blöðruselur, en þeir eru oftast fáir
og strjálir. Hringanórinn (Phoca foetida eða annellata)
er lítill selur, 3—4 fet á lengd, en feitur og digur að
til-tölu, mógrár og grængrár að ofan með mörgum ljósum
hringum. Pessi selur kemur oft saman með vöðuselum og
hefir nokkuð svipaðan lifnaðarhátt, hann er líka farselur,
þó hann fari ekki eins viða og vöðuselurinn, hann lifir
helzt á smásilum og kröbbum, er oftast á strjálingi eða fáir
saman í smáhópum, aldrei i stórvöðum. Hringanórar eru
algengir hjá Grænlandi, eru þar mjög mikið veiddir og
nota Grænlendingar skinn þeirra til fata, til Islands koma
þeir við og við að Norðurlandi og hafa verið alltiðir á
Skjálfanda og Skagafirði á siðari árum.4) Snemma á 19.
öld var þessi selur nokkuð algengur nyrðra frá janúar til
mai og gekk stundum upp i árkjafta á fljótais; að
Austur-og Suðurlandi kom hann ekki.5)

’) Thienemann’s Heise nach Island, bls. 213.

*) Olavius: Oeconom. Rejse 1780. bls. 226, 273, 345, 407.

3) S. st. bls. 510-512. Andvari 24. árg., bls. 63.

4) Andvari 1901, bls. 95.

5) Thienemann’s Reise, bls. 67, 93.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0490.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free