- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
482

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

482

Spendvr.

geng kringum alt land, hún er ekki nema 5—6 fet á lengd
og lifir i fiokkum um allan noröurhluta Atlantshafsins, i
Miðjarðarhafi og fer jafnvel inn i Svartahafið; kemur vist
helzt norður til Islands og Grænlands á sumrum, lifir á
smá-silum, loðnu, smokkfiskum og kröbbum. Grindhvaljur
(eða marsvin) (Globiceps melas) er liklega nokkuð algengur
við ísiand einsog við Færeyjar og villist stundum i stórum
hópum upp á land; lifir mest á smokktiskum. en etur þó
líka marhnúta og aðra fiska. Grindhvalurinn með fituhnúð
á hausnum er vanalega 12—15 fet á lengd, en getur orðið

J. Hjort.

143. mynd. Hnýsa (Phocæna communis).

20 fet; hann hefir afarmikla útbreiðslu bæði i Atlantshafi
og Kyrrahafi bæði sunnan og norðan til og er lika i
Mið-jaröarhafi.

Annálar geta þess oft að höfrungar, marsvin og hnýsur
liafi hlaupið á land eða verið reknar á land, en þess er
eðli-lega ekki getið, hverjar tegundirnar hafa verið. Nokkur
dæmi má nefna: 1373 komu að staðnum á Helgafelli á
Snæfellsnesi 17 hundruð hnýðingar og rendu allir kvikir á
land; 1376 komu i botn á Hraunfirði sex hundruð
hnýð-inga at staðnum á Helgafelli og 1377 komu enn 4 hundruð
hnýðinga at staðnum á Helgafelli.x) 1607 segist Jón lærði
hafa látið reka 40 grindhvali (vagnhvali) á land i
Bjarn-eyjum.2) 1680 rak 130 hnýsur á Perneyjarsandi.3) 1691. 23

1) ísl. annálar, hls. 363—364.

2) Landfræðissaga II, bls. 84.

3) Árb. Esp. VII, bls. 99.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0494.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free