- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
487

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hvalir.

487

og varð engum meint af.1) I aprilmánuði 1824 rak náhveli
við Kollafjarðarnes2) og svo rak náhveli á Hringversfjöru á
Tjörnesi í nóvembermánuði 1898.3)

Andarnefjan (Hyperoodon diodon) er algeng á
svæð-inu milli íslands og Jan Mayn og er þar veidd. hana rekur
alloft á Islandi, þannig ráku t. d. þrjár andarnefjur i
Norður-Múlasýslu samtimis 1885.4) A fyrri timum hafa andarnefjur
liklega stundum verið veiddar á íslandi, þess er t. d. getið,
að 8. júli 1728 hafi verið drepnir tveir andhvalir ungir við
Hrísey.5) Hvalur þessi er vanalega 20—25 feta langur, en
getur orðið 30—40 fet á lengd og annað augað er altaf

148. mynd. Andarnefja (Hvperoodon diodon).

mikið stærra en hitt, hann er kallaður »döglingur« á
Fær-eyjum. Andarnefjan á heima norðan til í Atlantshafi og fer
suður og norður eftir árstímum, nærist langmest á
smokk-liskum og svo dálítið á öðrum lindvrum. Andarnefj ulýsið
og eðli þess er vel kunnugt á Islandi. Búrhveli eða búri
(Physeter macrocephalus) er stöku sinnum veiddur af
hval-föngurum við Island og hefir rekið einstöku sinnum.
Búr-iun er stærstur allra tannhvala, fullvaxið karldýr verður 60
feta langt. og getur orðið 70—80 fet, en kvenndýrið er nærri
helmingi minna; hausinn er afarstór, þverbrattur að framan.
þriðji hluti af lengd alls líkamans og innan i hausnum er

») Minnisverð tíðindi II, bls. 420.

s) Náhveli þessu er lýst í Klausturpústi VII, bls. 157 — 58; VIII,
bls. 79-80. Sbr. Árb. Esp. XII, bls. 148.

3) Fjallkonan 1899, bls. 8.

*) Austri 1885, II, bls. 48.

5) Svarfaðardalsannáll. Lbs. 158. 4°.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0499.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free