- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
500

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

500

Fuglar.

r

þar er mikið varp af svartfngli. lunda og ritu. A
Melrakka-sléttu er fugl í Rauðanúp, en miklu meiri fugl er á
Langa-nesi. i Skoruvikurbjargi, Fonti o. fi. björgum. Við Austtirði
er litið um bjargfugl og hvergi að mun nema i Skrúð við
Fáskrúðsfjörð. Frarn með suðurströndu eru fuglabjörg hér
og hvar, flest úr móbergi, þar eru t. d. Ingólfshöfði,
Hjör-leifshöfði, Vikurbjarg, Reynisfjall o. fl.; á þessum stöðum er
einna mest af fylunga, svo nokkuð af lunda, en þar er lítið
um svartfugl, hann er helzt i Ingólfshöfða og Rejmisdröngum.
Aðalfuglapláss við Suðurland eru Vestmannae}Tjar, björgin eru
þar úr móbergi og i þeim mikið fuglalif af ýmsu tægi; mikið
er þar af lunda, langvíu, fylungum, ritu og álku, þar verpa
lika stuttnefjur, súlur, skrofur og drúðar og ýmsir aðrir
fuglar. I>á er nokkur fugl i Krisuvikurbjargi og ýmsum
öðrum hömrum kringum Reykjanes og mikið súluvarp uppi
á Eldey. Ennfremur er bjargfugl i sumum klettum á
Snæ-fellsnesi og í nokkrum eyjum á Breiðafirði og viðar
kring-um land, þó þess sé eigi hér getið.

Vér gátum þess fyr, að 23 fuglategundir gætu talist
ársfuglar á Islandi. ættu hér heima sumar og vetur, væru
staðfuglar sem kallað er. Uppi i landi er litið um æti á
vetrum, svo af landfuglum geta aðeins örfáir haldist við.
Laugar og jarðhitar hafa allmikla þýðingu fyrir fuglalifið.
þar i kring er snjólaust á vetrum og sumir fuglar geta
fundið sér þar skordýr og jurtafæðu. Rjúpurnar hópa sig
á haustin, þegar kólna fer, þar sem lífsskilyrðin eru þeim
hagkvæmust, í skógarkjörr og lyngmóa og lifa á vetrum af
berjum, blöðum og brumi, sem þær grafa og krafsa undan
snjónum. Hrafnarnir lifa á öllu sem fyrir fellur bæði af
sjó og landi. Hinir eldri og harðgjörvari snjótitlingar eru
vetrarlangt á Islandi sem kunnugt er, en flestir hinir yngri
fuglar munu fara úr landi. Músarrindlar eru alstaðar fáir,
en þeir dvelja hér þó vetraiiangt einsog keldusvinin, þar
sem snjólitið er, liklega helzt nærri laugum og hverum;
auðnutitlingar kvað hafast við i skógum nyrðra vetrarlangt.
Valir og arnir dvelja einnig á Tslandi á vetrum, hafa
fiski-fang, nokkra sjófugla og svo rjúpur sér til bráðar; hvort

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0512.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free