- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
503

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fuglar.

503

tegundir. Margir farfuglar fara á haustin i fjarlæg lönd og
dvelja þar á vetrum, einkum spörfuglar og vaðfuglar. Litið
vita menn með vissu um ferðir fuglanna úr hverju landi
fyrir sig, þó menn viti hvernig aðalhersveitir fuglanna fara
yfir löndin. Sumir fuglar flækjast nærri um alla jörðina,
einsog t. d. lóur og tildrur, spóar fara til Afriku alt suður i
Kapland, óðinshanar til Miðameríku og Indlandseyja,
stein-deplar til Afriku o. s. frv. Sumir fara eðlilega miklu skerara
og verða eftir i ýmsum löndum á leiðinni.

Flestir fuglar á Islandi verpa i seinni hluta maimánaðar
eða fyrri hluta júnimánaðar, frá þeirri reglu eru lieldur fáar
undantekningar. Arnir og hrafnar verpa i aprilmánuði og
skarfar lika, að minsta kosti á Suðurlandi, nyrðra nokkuð
seinna; fýlungar verpa i seinni hluta aprílmán. eða snemma
i mai. I júlímánuði verpa fuglar sjaldan, þó kvað
hrafns-endur oft ekki verpa fyr en í byrjun þess mánaðar og
drúðar oft ekki fyr en i miðjum júlí. Keldusvín verpa á
mjög mismunandi timum, egg þeirra hafa fundist frá þvi
i lok maimánaðar þangað til fram i byrjun
septembermán-aðar. Allir íslenzkir fuglar lifa i einkvæni; karl- og
kvenn-fuglar taka oft bæði þátt i byggingu hreiðra, stundum liggja
lika bæði á eggjuin og mata ungana (ránfugiar, skarfar,
teist-ur, langviur o. fl.). Hjá sumum tegundum byggja
kvenn-fuglar hreiðrin, unga út eggjurn og vernda ungana, en
karlfuglar koma þar hvergi nærri (andir). Hreiður islenzkra
fugla eru oftast einföld og sjaldan gerð með hagleik eða
list. Söngfuglarnir byggja snotrust hreiður, úr stráum og
mosa, sem þeir fóðra með fjöðrum og hárum; ránfuglar og
hrafnar nota oftast hrís og þang sem undirlag i hreiður sin,
en strá og mosa ofan á; ýmsir sjófuglar bera lika þang i
hreiðrin og stundum gras og mold og sumir leggja strá og
fiður ofan á. Alftir og lómar safna vatnsjurtum og sinu í
hreiðrin, skófum og mosa; sefandir byggja iireiðrin úti í
vatni úr mara og öðrum vatnsjurtum. Annars er það
mik-ill fjöldi fuglategunda, sem engin eiginleg hreiður byggir:
margar andategundir, ýmsir mýrafuglar og rjúpur róta
sam-an sölnuðu grasi og öðrum jurtaleifum i einhverja holu eða

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0515.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free